Seðlabankinn tók smærra skref en markaðurinn bjóst við Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 08:30 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson situr fyrir miðju. SÍ Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13
Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30