Ein á ættarmóti Steinunn Ólína skrifar 28. júní 2019 08:00 Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar