Krefja ráðuneytið um gögn og útreikninga að baki „hæpnum fullyrðingum“ heilbrigðisráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. júní 2019 07:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grundvelli upplýsingalaga að heilbrigðisráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um gosdrykkjaneyslu Íslendinga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætlunar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í bréfinu að megintillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af viðbættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félagsins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sundurliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15