Skipstjóri björgunarskipsins segir Evrópuþjóðir hafa engan áhuga á að leysa vandann Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 22:08 Carola Rackete, skipstjóri Sea-Watch 3, er harðorð í garð stjórnvalda í Evrópu. Vísir/Getty Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent