Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2019 23:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli. Seðlabankinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli.
Seðlabankinn Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira