Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 08:34 Vel fór á með þeim Pútín og Trump eins og svo oft áður. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gera lítið úr afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum þegar hann hitti Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20-ríkjanna í Japan í dag. Þegar bandarískir blaðamenn spurðu Trump hvort hann hefði varað Pútín við því að skipta sér af kosningum sagði forsetinn með bros á vör: „Ekki skipta þér af kosningunum“ og benti á Pútín. Fundur Trump og Pútín í Japan er sá fyrsti frá því að þeir hittust í Helsinki síðasta sumar. Sá fundur þótti ekki síst eftirminnilegur þar sem Trump tók upp hanskann fyrir Pútín og sagðist trúa neitunum hans um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 umfram fullyrðingum bandarísku leyniþjónustunnar. Jafnvel sumir flokksbræður Trump gagnrýndu forsetann fyrir framgöngu hans í Helsinski. John McCain, öldungadeildarþingmaðurinn heitni, sagði hana skammarlegustu framgöngu bandarísks forseta í manna minnum. Þegar Trump og Pútín ræddu við fréttamenn í dag minntist bandaríski forsetinn ekki á tilraunir Rússa til afskipta af kosningum í Bandaríkjunum að fyrra bragði. Bandaríska leyniþjónustan telur þær tilraunir enn í gangi. „Við hlökkum til að verja mjög góðum tíma saman,“ sagði Trump sem lofaði því að „margir jákvæðir hlutir“ ættu eftir að koma út úr sambandi þeirra Pútín, að sögn Washington Post.Það var ekki fyrr en bandarískir blaðmenn kölluðu fram spurningu um hvort Trump hefði skipað Pútín að láta það vera að hlutast til í bandarískum kosningum sem Trump tæpti á því. „Já, að sjálfsögðu mun ég gera það,“ svaraði Trump sem sneri sér að Pútín og benti á hann brosandi. „Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump, að því er virtist í háði. Pútín hló á móti, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvíta húsið segir að á fundi sínum hafi Trump og Pútín rætt um Íran, Sýrland, Úkraínu og Venesúela. Ekki kom fram í lýsingu þess á fundinum að þeir hafi rætt um kosningaafskipti Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira