Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 09:06 Duterte forseti er þekktur fyrir ofsafengna orðræðu og viðbrögð. Vísir/EPA Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar pólitískum andstæðingum sínum því að hneppa þá í fangelsi reyni þeir að kæra hann fyrir embættisbrot. Forsetinn hefur legið undir gagnrýni fyrir linkind við kínversk stjórnvöld eftir að kínverskt skipt sökkti filippseysku fiskiskipi fyrr í þessum mánuði. Fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem telja að Duterte hafi brotið á stjórnarskrá landsins með því að afsaka kínversk stjórnvöld og leyfa kínverskum skipum að veiða innan efnahagslögsögu Filippseyja. Duterte brást ókvæða við gagnrýninni. „Ég? Ákærður fyrir embættisbrot? Ég fangelsa þá alla. Reynið það og ég geri það. Tíkarsonur,“ sagði forsetinn sem er þekktur fyrir fúkyrðaflaum og ofsa. Manaði hann pólitíska andstæðinga sína jafnframt til að kæra sig fyrir embættisbrot. „Viljið þið virkilega neyða mig til þess? Allt í lagi. Gerið það, tíkarsynirnir ykkar. Já. Leggið hana fram,“ segir forsetinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Duterte hefur verið sökuð um ofsóknir á pólitískum andstæðingum og árásir á tjáningarfrelsi á Filippseyjum. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánudaginn að fólk sem tjáir sig á Filippseyjum sé í raunverulegri hættu á að vera beitt ofbeldi sem opinberir embættismenn hóta því. Asísk þingmannanefnd um mannréttindamál gagnrýndi Duterte-stjórnina einnig í skýrslu í vikunni fyrir hótanir, ofsafengna orðræðu og tilbúnar ákærur á hendur pólitískum andstæðingum. Þær væru vísvitandi tilraun til að þagga niður í gagnrýnendum og draga úr eftirliti með stjórnvöldum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Duterte styrkir stöðu sína Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, vann sigur í kosningum sem fram fóru í síðustu viku. 22. maí 2019 07:22