Efnið sem felldi Kabboord heitir Clenbuterol. „Þetta er mjög umdeilt efni og margir hafa fallið á þessu efni þar sem það er í smituðu kjöti eða fæðubótarefnum,“ sagði Kaboord sem áfrýjaði niðurstöðunni en hafði ekki sitt í gegn. Hún var dæmd í fjögurra ára bann eins og Hinrik Ingi.
„Ég hef aldrei á ævinni tekið ólögleg lyf og myndi aldrei gera það. Það fannst mjög lítið af þessu efni í mér en auðvitað er ég ábyrg fyrir því sem fer ofan í mig.
Hér að neðan má sjá Kabboord ræða lyfamálið sitt fyrir um tíu dögum síðan.