NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 14:15 Teikning af lendingu Drekaflugunnar við Shangri-La-sandöldurnar við miðbaug Títans. AP/NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að þyrludróni sem sendur verður til Títans, stærsta tungls Satúrnusar, verði næsti stóri könnunarleiðangur hennar í sólkerfinu. Drekaflugu-leiðangurinn svonefndi varð fyrir valinu fram yfir geimfar sem lagt var til að senda til sömu halastjörnunnar og Rosettuleiðangurinn evrópski heimsótti. Mikil gleði braust út á meðal vísindamanna sem hafa rannsakað Títan því Drekaflugan verður aðeins annað geimfarið til að heimsækja tunglið sem er það eina í sólkerfinu með þykkan lofthjúp. Huygens-lendingarfarið sveif niður í gegnum skýjahulu Títans árið 2005 og ekkert geimfar hefur verið við Satúrnus frá því að Cassini-leiðangrinum lauk árið 2017. Vísindamennirnir þurfa þó að bíða enn um sinn. Ekki stendur til að skjóta Drekaflugunni út í geim fyrr en árið 2026. Geimfarið á að koma að Títan árið 2034. Leiðangurinn á að standa yfir rúm tvö og hálft ár. Á þeim tíma á þyrludróninn að fljúga um 175 kílómetra, um það bil tvöfalt lengra en allir könnunarjeppar sem sendir hafa verið til Mars hafa keyrt samanlagt. Drekafluguleiðangurinn er einstakur því þetta verður í fyrsta skipti sem geimfar verður sent á annan hnött sem getur lent og flogið á milli nokkurra staða. Þéttur lofthjúpur Títans og lítill þyngdarkraftur gera það að verkum að hægt verðu að nota þyrla til að fljúga á milli álitlegra lendingarstaða á ístunglinu. Flygildið verður kjarnorkuknúið og sjálfstýrt.Aðstæður sem líkjast jörðinni í fyrndinni Títan er næststærsta tungl sólkerfisins, stærra en reikistjarnan Merkúríus. Aðeins Ganýmedes, tungl Júpíters er stærra. Satúrnus er um 1,4 milljörðum kílómetra frá sólinni og yfirborðshitinn á Títan er því aðeins í kringum -179°C. Loftþrýstingurinn við yfirborð Títans er um helmingi meiri en á jörðinni. Ístunglið þykir einstaklega forvitnilegt til rannsókna fyrir margar sakir. Lofthjúpurinn, sem er fjórfalt þykkari en jarðarinnar, er að mestu leyti úr köfnunarefni eins og lofthjúpur jarðarinnar. Þar myndast aftur á móti ský og úrkoma úr metani og önnur lífræn efnasambönd falla út úr lofthjúpnum sem nokkurs konar snjókoma. Á yfirborðinu er einnig að finna vötn fljótandi metans eða etans. Títan er eini hnötturinn í sólkerfinu fyrir utan jörðina þar sem vökva er að finna á yfirborðinu. Undir yfirborðinu er talið felast úthaf fljótandi vatns eins og í nokkrum öðrum íshnöttum í sólkerfinu. Fljótandi vatni gæti gosið upp á yfirborðið. Þegar sólarljós bætist við lífræn efnasamband sem gætu komist í samband við fljótandi vatn á yfirborðinu telja vísindamenn að efnafræðilegar aðstæður á Títan nú geti líkst verulega þeim sem voru til staðar á jörðinni þegar líf myndaðist hér í fyrndinni. „Við erum með öll þessi innihaldsefni lífsins eins og við þekkjum það og þau sitja bara þarna við efnafræðitilraunir á yfirborði Títans. Þess vegna viljum við senda lendingarfar þangað,“ segir Elizabeth Turtle sem verður aðalvísindamaður leiðangursins. Drekaflugan á einnig að rannsaka lofthjúpinn, sem er fjórum sinnum þéttari en jarðarinnar, yfirborðið og lón fljótandi efnis undir því, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Þá á geimfarið einnig að leita að vísbendingum um líf sem gæti hafa kviknað á Títan.New York Times segir að ætlunin sé að myndavél verði um borð í Drekaflugunni sem streymi myndum frá yfirborði Títans til jarðar. „Við tökum myndir bæði með myndavélum sem vísa niður á yfirborðið fyrir neðan Drekafluguna þegar við fljúgum yfir það og einnig myndavélum sem snúa fram á við þannig að við getum horft fram á sjóndeildarhringinn,“ segir Turtle. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í gær að þyrludróni sem sendur verður til Títans, stærsta tungls Satúrnusar, verði næsti stóri könnunarleiðangur hennar í sólkerfinu. Drekaflugu-leiðangurinn svonefndi varð fyrir valinu fram yfir geimfar sem lagt var til að senda til sömu halastjörnunnar og Rosettuleiðangurinn evrópski heimsótti. Mikil gleði braust út á meðal vísindamanna sem hafa rannsakað Títan því Drekaflugan verður aðeins annað geimfarið til að heimsækja tunglið sem er það eina í sólkerfinu með þykkan lofthjúp. Huygens-lendingarfarið sveif niður í gegnum skýjahulu Títans árið 2005 og ekkert geimfar hefur verið við Satúrnus frá því að Cassini-leiðangrinum lauk árið 2017. Vísindamennirnir þurfa þó að bíða enn um sinn. Ekki stendur til að skjóta Drekaflugunni út í geim fyrr en árið 2026. Geimfarið á að koma að Títan árið 2034. Leiðangurinn á að standa yfir rúm tvö og hálft ár. Á þeim tíma á þyrludróninn að fljúga um 175 kílómetra, um það bil tvöfalt lengra en allir könnunarjeppar sem sendir hafa verið til Mars hafa keyrt samanlagt. Drekafluguleiðangurinn er einstakur því þetta verður í fyrsta skipti sem geimfar verður sent á annan hnött sem getur lent og flogið á milli nokkurra staða. Þéttur lofthjúpur Títans og lítill þyngdarkraftur gera það að verkum að hægt verðu að nota þyrla til að fljúga á milli álitlegra lendingarstaða á ístunglinu. Flygildið verður kjarnorkuknúið og sjálfstýrt.Aðstæður sem líkjast jörðinni í fyrndinni Títan er næststærsta tungl sólkerfisins, stærra en reikistjarnan Merkúríus. Aðeins Ganýmedes, tungl Júpíters er stærra. Satúrnus er um 1,4 milljörðum kílómetra frá sólinni og yfirborðshitinn á Títan er því aðeins í kringum -179°C. Loftþrýstingurinn við yfirborð Títans er um helmingi meiri en á jörðinni. Ístunglið þykir einstaklega forvitnilegt til rannsókna fyrir margar sakir. Lofthjúpurinn, sem er fjórfalt þykkari en jarðarinnar, er að mestu leyti úr köfnunarefni eins og lofthjúpur jarðarinnar. Þar myndast aftur á móti ský og úrkoma úr metani og önnur lífræn efnasambönd falla út úr lofthjúpnum sem nokkurs konar snjókoma. Á yfirborðinu er einnig að finna vötn fljótandi metans eða etans. Títan er eini hnötturinn í sólkerfinu fyrir utan jörðina þar sem vökva er að finna á yfirborðinu. Undir yfirborðinu er talið felast úthaf fljótandi vatns eins og í nokkrum öðrum íshnöttum í sólkerfinu. Fljótandi vatni gæti gosið upp á yfirborðið. Þegar sólarljós bætist við lífræn efnasamband sem gætu komist í samband við fljótandi vatn á yfirborðinu telja vísindamenn að efnafræðilegar aðstæður á Títan nú geti líkst verulega þeim sem voru til staðar á jörðinni þegar líf myndaðist hér í fyrndinni. „Við erum með öll þessi innihaldsefni lífsins eins og við þekkjum það og þau sitja bara þarna við efnafræðitilraunir á yfirborði Títans. Þess vegna viljum við senda lendingarfar þangað,“ segir Elizabeth Turtle sem verður aðalvísindamaður leiðangursins. Drekaflugan á einnig að rannsaka lofthjúpinn, sem er fjórum sinnum þéttari en jarðarinnar, yfirborðið og lón fljótandi efnis undir því, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. Þá á geimfarið einnig að leita að vísbendingum um líf sem gæti hafa kviknað á Títan.New York Times segir að ætlunin sé að myndavél verði um borð í Drekaflugunni sem streymi myndum frá yfirborði Títans til jarðar. „Við tökum myndir bæði með myndavélum sem vísa niður á yfirborðið fyrir neðan Drekafluguna þegar við fljúgum yfir það og einnig myndavélum sem snúa fram á við þannig að við getum horft fram á sjóndeildarhringinn,“ segir Turtle.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15 Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Merki um vatn á einu tungla Satúrnusar Þýskir vísindamenn telja sig hafa fundið merki um vatn og hugsanlega líf á einu af tunglum Satúrnusar. 26. júní 2009 08:15
Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Greining á rúmlega tuttugu ára gömlum gögnum bendir til þess að vatnsstrókar stígi upp frá yfirborði ístungls Júpíters. 14. maí 2018 16:45