Ólafur Ragnar segir Trump fyndinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 11:28 Ólafur Ragnar virðist geta séð spaugilegu hliðina á tísti Bandaríkjaforseta. Vísir/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið. Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið.
Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira