Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 18:30 Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. Þrír þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með sjúkrabílum til móts við tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem tóku við á Hvolsvelli og fluttu á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi eru fólkið mikið slasað en líðan þó stöðug. Viðbragðsaðilar í Rangárvallasýslu, og víðar af Suðurlandi, fengu tilkynningu um slysið laust upp úr klukkan hálf níu í gærkvöldi. Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri að ræða og var allt tiltækt lið sent á vettvang. „Tilkynningin hljómaði að hér hefði farið niður flugvél og að það væri eldur laus í henni og það var svo sem allt tiltækt lið sent á vettvang,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Slökkviliðsmenn Brunavarna Rangárvallasýslu á vettvangi flugslyssins í gærVísir/Stöð 2Slökkviliðsmenn beittum klippum til þess að ná fólkinu í flaki vélarinnar Á fimmta tug komu að aðgerðum á slysstað í gær. Þegar vélin skall til jarðar kom upp eldur í vinstri væng hennar en hann breiddist ekki frekar út. Beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út úr flaki flugvélarinnar sem var af gerðinni PIPER PA-23 og var með skráningu erlendis. Hún var fimm sæta og knúin tveimur hreyflum. Sveinn Kristján sagði í samtali við fréttastofu í dag að samkvæmt upplýsingum hafi flugmaðurinn fyrir slysið, framkvæmt snertilendingar á svæðinu og líklega verið að kom inn til lendingar þegar slysið varð. „Það svo sem er bara verið að rannsaka hvað gerðist og nákvæmlega hver ferillinn er, er ég ekki með að svo stöddu,“ segir Sveinn. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu rannsökuðu vettvang í gærkvöld og í nótt en þeirri rannsókn var lokið snemma í morgun. Þá var flak vélarinnar flutt í flugskýli á Keflavíkurflugvelli þar sem nánari skoðun mun fara fram.Vísir/Jóhann K.Flugsamfélagið í Múlakoti lítið Vitni urðu að því þegar vélin skall til jarðar og var óskað eftir því að áfallateymi Rauða krossins á Íslandi yrði virkjað til að veita þeim og aðstandendum sálrænan stuðning. „Það var eitt vitni sem horfir á atburðinn gerast, en hér er mikið samfélag og þétt samfélag af flugmönnum í Múlakoti og þetta hefur vissulega áhrif,“ segir Sveinn. Aðstæður á vettvangi þegar slysið varð voru góðar. Bjart og hægur vindur. Flugvöllurinn í Múlakoti er þekktur áningarstaður flugmanna á smærri flugvélum og er flugsamfélagið í áfalli vegna slyssins. Ragnar Guðmundsson, fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn á slysinu gæti tekið drjúgan tíma. Nú sé hafin frumrannsókn á flakinu, gögnum safnað og viðtöl tekin. Nöfn þeirra sem létust í slysinu verða ekki birt að svo stöddu.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing eystra Slökkvilið Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Þrír létust og tveir slösuðust. 10. júní 2019 13:17 Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Rannsókn á vettvangi lokið Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega en þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 09:43
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39