Ógnvekjandi fjöldi plantna útdauður af mannavöldum Pálmi Kormákur skrifar 11. júní 2019 06:30 Frá Konunglega grasagarðinum í Kew í London þar sem rannsakendurnir starfa Nordicphotos/Getty Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Eyðilegging lífríkis af mannavöldum hefur valdið því að „ógnvekjandi“ fjöldi plöntutegunda er nú útdauður samkvæmt vísindamönnum sem hafa lokið fyrstu alþjóðlegu greiningunni á viðfangsefninu. Breski miðillinn The Guardian greinir frá. Samkvæmt rannsókninni hefur 571 tegund örugglega orðið útdauð síðan 1750 en þar sem þekking okkar á mörgum plöntutegundum er enn mjög takmörkuð er raunin líklega að fjöldinn sé töluvert meiri. Rannsóknin segir líka útrýmingarhraða plöntulífs hafa fimmhundruðfaldast síðan fyrir iðnbyltinguna á Vesturlöndum en talið er líklegt að sú tala sé einnig of lág. „Plöntur eru undirstaða alls lífs á plánetunni,“ segir doktor Eimear Nic Lughadha, sem starfar hjá Konunglega grasagarðinum í Kew í London og var í rannsóknarteyminu. „Þær eru okkur lífsnauðsynlegar, sjá okkur meðal annars fyrir súrefni sem við öndum að okkur og mat sem við borðum og eru einnig burðarás vistkerfa jarðar – þannig að útrýming plöntutegunda eru vondar fréttir fyrir alla.“ Fjöldi plöntutegunda sem hafa horfið úr náttúrunni er rúmlega tvöfaldur fjöldi útdauðra fugla, spendýra og froskdýra samanlagður. Nýja talan er að auki fjórfaldur fjöldi útdauðra plantna á skrá á rauða lista alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN (The International Union for Conservation of Nature). „Þetta er miklu meira en við áður vissum og miklu meira en hefði átt að verða útdautt,“ sagði doktor Maria Vorontsova, sem vinnur líka í grasagarðinum. „Þetta er ógnvekjandi, ekki bara vegna tölunnar 571, heldur vegna þess að ég tel sönnu töluna vera miklu hærri.“ Hún sagði raunina vera að sanni útrýmingarhraðinn gæti auðveldlega verið margfalt meiri en sá sem greint er frá í könnuninni sem birt var í tímaritinu Nature Ecology and Evolution. Sem dæmi mætti nefna þúsundir plöntutegunda sem eru „lifandi dauðar“ þar sem síðustu lifandi eintökin eiga engan möguleika á að fjölga sér vegna þess að til dæmis aðeins eitt kyn er enn lifandi eða að dýrin sem áður dreifðu fræjum plöntunnar eru útdauð. „Við þjáumst af plöntublindni. Dýr eru sæt, mikilvæg og fjölbreytt en ég er í algjöru losti yfir áhugaleysinu og skorti á meðvitund um mikilvægi plantna. Við tökum þeim sem gefnum, og mér finnst ekki að við ættum að gera það,“ bætti Vorontsova við.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent