Radiohead krafin um hátt lausnargjald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 12:26 Thom Yorke og Jonny Greenwod, helstu gerendur í bresku hljómsveitinni Radiohead. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið. Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur gert rúmlega 17 tíma af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 aðgengilegt á netinu. Efninu var stolið af hljómsveitinni á dögunum og krafðist þrjóturinn lausnargjalds. Líkt og Vísir fjallaði um í síðustu viku kennir ýmissa grasa á upptökunum. Þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, eins og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Í yfirlýsingu frá hljómsveitinni sem Jonny Greenwood, gítarleikari hljómsveitarinnar, skrifar undir segir að hljómsveitin hafi orðið fyrir tölvuárás og efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, hafi safnað saman verið stolið Krafðist þrjóturinn 150 þúsund dollara í lausnargjald, um 20 milljóna króna, ella myndi hann gefa efnið út.„Fyrst að þetta er komið út, má þetta alveg eins vera þar“ Eitthvað virðist bragðið hafa mistekið hjá hinum óprúttna tölvuhakkara, í fyrsta lagi lak efnið á netið í síðustu viku án þess að lausnargjaldið hafi verið greitt og í öðru lagi hefur hljómsveitin nú gefið allt efnið út. „Í stað þess að kvarta, mikið, eða hunsa þetta, höfum við ákveðið að gefa alla 18 tímana út á Bandcamp til stuðnings Extinction Rebellion,“ skrifar Greenwood. Hægt verður að nálgast efnið næstu 18 daga fyrir 18 pund og mun allur ágóði renna til Extinction Rebellion, lofstlagsmótmælahreyfingu í Bretlandi. „Fyrir 18 pund getur þú nú komist að því hvort við hefðum átt að borga lausnargjaldið,“ skrifar Greenwood og bætir því við að efnið sem um ræðir sé aðeins lítillega áhugavert og hafi aldrei verið ætlað til opinberrar birtingar. 18 pund eru um þrjú þúsund krónur.„Fyrst að þetta er komið út má þetta alveg eins vera þar,“skrifar Thom Yorke, söngvari sveitarinnar, á Bandcamp síðu hennar, þar sem nálgast má efnið.
Tónlist Tölvuárásir Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30