ESPN greinir frá því að talið sé að Durant sé með slitna hásin en það mun koma í ljós er hann gengst undir skoðun í New York.
Reiknað er með að það komi í ljós í dag hversu lengi Durant verði frá en beðið er eftir tilkynningu frá meisturunm í Golden State.
I don’t believe KD should have played. @getupespnpic.twitter.com/r306SDvzCO
— Jalen Rose (@JalenRose) June 11, 2019
Bob Myers, stjórnarmaður Golden State, sagði eftir leikinn í fyrrinótt að hann vissi ekki hversu lengi Durant yrði frá en viðbrögð þjálfara og leikmanna segði sína sögu.
Durant hefur farið á kostum í úrslitakeppninni. Hann er með að meðaltali 32,3 stig að meðaltali og það er ljóst að þetta er mikið högg fyrir meistarana í Golden State.