Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 08:24 Amber Kyzer í vitnastúkunni. YouTube Móðir fimm barna sem voru myrt af föður þeirra hefur beðið kviðdóm um að þyrma lífi hans. Móðirin heitir Amber Kyzer en hún sagði þetta í vitnastúku í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar haft eftir Kyzer að barnsfaðir hennar, Tim Jones Jr., hefði ekki sýnt börnum þeirra miskunn, en börnin þeirra hefðu engu að síður elskað hann. Tim Jones Jr. er 37 ára gamall en hann var sakfelldur í maí síðastliðnum fyrir að hafa myrt börnin fimm, á aldrinum eins til átta ára, á heimili sínu nærri Lexington í ágúst árið 2014. Kviðdómurinn veltir nú fyrir sér hvort taka eigi Jones af lífi eða dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar. „Ég hef fengið að heyra hvað börnin mín gengu í gegnum og hvað þau þurftu að þola. Sem móðir gæti ég persónulega rifið andlitið af honum. Það er hins vegar móðureðlið sem segir mér að gera það,“ segir Kyzer. Hún sagðist hafa verið andvíg dauðarefsingu nánast allt sitt líf. Þrátt fyrir að hafa vonast eftir að réttarkerfið myndi taka fyrrverandi eiginmann sinn af lífi þá myndi hún að lokum kjósa að svo færi ekki. „Hann sýndi börnum mínum enga miskunn. En börnin mín elskuðu hann og ef ég á að tala fyrir hönd þeirra en ekki minnar, þá er það sem ég vil sagt hafa.“Tim Jones jr.Hún bætti þó við að hún myndi virða þá niðurstöðu sem kviðdómurinn kemst að. Það voru verjendur barnsföður hennar sem kölluðu hana til vitnis. Þau gengu í hjónaband sex vikum eftir að þau kynntust árið 2004, en þau höfðu starfað saman í skemmtigarði fyrir börn nærri Chicago. Hún sagði að eftir því sem tíminn leið hefði Jones sífellt orðið strangari og heimtað að konur ættu að hafa sig hægar. Þegar þau skildu eftir níu ára hjónaband veitti hún honum forræði yfir börnunum því hann þénaði um 80 þúsund dollara á ári sem tölvuverkfræðingur og átti þar að auki bíl. Hún fékk að hitta börnin á hverjum laugardegi á veitingastað. Daginn sem hann myrti börnin missti hann gjörsamlega stjórn á sér þegar hann sá sex ára gamlan son sinn Nahtahn leika sér með innstungu á heimilinu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Hann setti lík þeirra í bíl sinn og keyrði um í níu daga áður en hann skildi lík þeirra eftir í óbyggðum í Alabama. Hann var handtekinn við reglubundið umferðareftirlit í Mississippi eftir að lögreglumenn höfðu fundið nálykt í bílnum hans. Jones neitaði sök og hélt því fram að hann væri ekki sakhæfur sökum geðrænna vandamála. Verjendur hans telja að Jones hafi verið með ógreindan geðklofa. Töldu verjendur hans að Jones hefði misst tökin þegar konan hans fór frá honum fyrir táningspilt sem bjó í næsta húsi. Bandaríkin Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Móðir fimm barna sem voru myrt af föður þeirra hefur beðið kviðdóm um að þyrma lífi hans. Móðirin heitir Amber Kyzer en hún sagði þetta í vitnastúku í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar haft eftir Kyzer að barnsfaðir hennar, Tim Jones Jr., hefði ekki sýnt börnum þeirra miskunn, en börnin þeirra hefðu engu að síður elskað hann. Tim Jones Jr. er 37 ára gamall en hann var sakfelldur í maí síðastliðnum fyrir að hafa myrt börnin fimm, á aldrinum eins til átta ára, á heimili sínu nærri Lexington í ágúst árið 2014. Kviðdómurinn veltir nú fyrir sér hvort taka eigi Jones af lífi eða dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar. „Ég hef fengið að heyra hvað börnin mín gengu í gegnum og hvað þau þurftu að þola. Sem móðir gæti ég persónulega rifið andlitið af honum. Það er hins vegar móðureðlið sem segir mér að gera það,“ segir Kyzer. Hún sagðist hafa verið andvíg dauðarefsingu nánast allt sitt líf. Þrátt fyrir að hafa vonast eftir að réttarkerfið myndi taka fyrrverandi eiginmann sinn af lífi þá myndi hún að lokum kjósa að svo færi ekki. „Hann sýndi börnum mínum enga miskunn. En börnin mín elskuðu hann og ef ég á að tala fyrir hönd þeirra en ekki minnar, þá er það sem ég vil sagt hafa.“Tim Jones jr.Hún bætti þó við að hún myndi virða þá niðurstöðu sem kviðdómurinn kemst að. Það voru verjendur barnsföður hennar sem kölluðu hana til vitnis. Þau gengu í hjónaband sex vikum eftir að þau kynntust árið 2004, en þau höfðu starfað saman í skemmtigarði fyrir börn nærri Chicago. Hún sagði að eftir því sem tíminn leið hefði Jones sífellt orðið strangari og heimtað að konur ættu að hafa sig hægar. Þegar þau skildu eftir níu ára hjónaband veitti hún honum forræði yfir börnunum því hann þénaði um 80 þúsund dollara á ári sem tölvuverkfræðingur og átti þar að auki bíl. Hún fékk að hitta börnin á hverjum laugardegi á veitingastað. Daginn sem hann myrti börnin missti hann gjörsamlega stjórn á sér þegar hann sá sex ára gamlan son sinn Nahtahn leika sér með innstungu á heimilinu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Hann setti lík þeirra í bíl sinn og keyrði um í níu daga áður en hann skildi lík þeirra eftir í óbyggðum í Alabama. Hann var handtekinn við reglubundið umferðareftirlit í Mississippi eftir að lögreglumenn höfðu fundið nálykt í bílnum hans. Jones neitaði sök og hélt því fram að hann væri ekki sakhæfur sökum geðrænna vandamála. Verjendur hans telja að Jones hafi verið með ógreindan geðklofa. Töldu verjendur hans að Jones hefði misst tökin þegar konan hans fór frá honum fyrir táningspilt sem bjó í næsta húsi.
Bandaríkin Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira