Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 14:20 Jon Stewart er ötull talsmaður þeirra sem glíma við heilbrigðisvandamál eftir 11. september 2001. Vísir/Getty Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna. Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45
Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49