Borgari nefndur eftir Stefáni Karli kynntur á Hamborgarafabrikkunni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júní 2019 07:15 Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Fabrikkunnar, ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls. Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira