Jessica Biel: „Ég er ekki á móti bólusetningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 16:45 Jessica Biel er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndunum The Illusionist, The A Team og Total Recall og sjónvarpsþáttunum The Sinner. Hún er gift bandaríska tónlistarmanninum Justin Timberlake. vísir/getty Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. „Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég styð það að börn séu bólusett en ég styð líka rétt fjölskyldna til þess að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu barna sinna í samráði við sína lækna,“ skrifar Biel í Instagram-færslunni. View this post on InstagramThis week I went to Sacramento to talk to legislators in California about a proposed bill. I am not against vaccinations — I support children getting vaccinations and I also support families having the right to make educated medical decisions for their children alongside their physicians. My concern with #SB276 is solely regarding medical exemptions. My dearest friends have a child with a medical condition that warrants an exemption from vaccinations, and should this bill pass, it would greatly affect their family’s ability to care for their child in this state. That’s why I spoke to legislators and argued against this bill. Not because I don’t believe in vaccinations, but because I believe in giving doctors and the families they treat the ability to decide what’s best for their patients and the ability to provide that treatment. I encourage everyone to read more on this issue and to learn about the intricacies of #SB276. Thank you to everyone who met with me this week to engage in this important discussion! A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 13, 2019 at 5:32am PDT Þannig eigi hún mjög góða vini sem eigi barn sem hafi heimild til undanþágu frá bólusetningum af heilsufarsástæðum. Segir Biel að ef frumvarpið verði samþykkt í Kaliforníu muni það hafa mikil áhrif á vini hennar þegar kemur að því að hugsa um heilsu barnsins. „Þess vegna ræddi ég við löggjafann og kom með rök gegn þessu frumvarpi. Það er ekki vegna þess að ég trúi ekki á bólusetningar heldur vegna þess að ég trúi því að það eigi að gefa læknunum og fjölskyldunum sem þeir sinna svigrúm til þess að ákveða hvað er best fyrir sjúklinginn og að þeir geti veitt viðeigandi meðferð,“ segir Biel. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa aftur á móti bent á að það tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila. Bandaríkin Bólusetningar Hollywood Tengdar fréttir Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Biel áréttar skoðanir sínar á bólusetningum í færslu á Instagram-síðu sinni í dag eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að taka þátt í baráttu lögmannsins Robert F. Kennedy yngri gegn bólusetningafrumvarpi í Kaliforníu. Frumvarpið miðar að því að draga úr undanþágum vegna bólusetninga í ríkinu. Ef læknir ákveður að barn skuli vera undanþegið bólusetningu sökum undirliggjandi veikinda þarf sú undanþága að fá samþykki frá opinberum heilbrigðisstarfsmönnum Kaliforníuríkis. „Ég er ekki á móti bólusetningum. Ég styð það að börn séu bólusett en ég styð líka rétt fjölskyldna til þess að taka upplýstar ákvarðanir varðandi heilsu barna sinna í samráði við sína lækna,“ skrifar Biel í Instagram-færslunni. View this post on InstagramThis week I went to Sacramento to talk to legislators in California about a proposed bill. I am not against vaccinations — I support children getting vaccinations and I also support families having the right to make educated medical decisions for their children alongside their physicians. My concern with #SB276 is solely regarding medical exemptions. My dearest friends have a child with a medical condition that warrants an exemption from vaccinations, and should this bill pass, it would greatly affect their family’s ability to care for their child in this state. That’s why I spoke to legislators and argued against this bill. Not because I don’t believe in vaccinations, but because I believe in giving doctors and the families they treat the ability to decide what’s best for their patients and the ability to provide that treatment. I encourage everyone to read more on this issue and to learn about the intricacies of #SB276. Thank you to everyone who met with me this week to engage in this important discussion! A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 13, 2019 at 5:32am PDT Þannig eigi hún mjög góða vini sem eigi barn sem hafi heimild til undanþágu frá bólusetningum af heilsufarsástæðum. Segir Biel að ef frumvarpið verði samþykkt í Kaliforníu muni það hafa mikil áhrif á vini hennar þegar kemur að því að hugsa um heilsu barnsins. „Þess vegna ræddi ég við löggjafann og kom með rök gegn þessu frumvarpi. Það er ekki vegna þess að ég trúi ekki á bólusetningar heldur vegna þess að ég trúi því að það eigi að gefa læknunum og fjölskyldunum sem þeir sinna svigrúm til þess að ákveða hvað er best fyrir sjúklinginn og að þeir geti veitt viðeigandi meðferð,“ segir Biel. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa aftur á móti bent á að það tryggi stöðu þeirra sem eru veikir fyrir og að það séu nákvæmlega þeir einstaklingar sem eru veikir sem þurfa á því að halda að almenningur sé bólusettur til að koma í veg fyrir farsóttir sem gætu orðið þeim að aldurtila.
Bandaríkin Bólusetningar Hollywood Tengdar fréttir Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Jessica Biel gengur til liðs við baráttumann gegn bólusetningum Viðruðu áhyggjur sínar af nýju frumvarpi í Kaliforníu sem mun draga úr undanþágum vegna bólusetninga. 13. júní 2019 08:37