Mæla með að ráðgjafa Trump verði vikið úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 17:37 Alríkisstarfsmenn eiga ekki að vera pólitískir þegar þeir koma fram í nafni embættis síns. Það hefur Kellyanne Conway þó ítrekað gert. Vísir/EPA Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Sjálfstæð eftirlitsstofnun bandarísku alríkisstjórnarinnar mælir með því að Kellyanne Conway, ráðgjafa Donalds Trump forseta, verði vikið úr opinberu embætti vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna alríkisstarfsmönnum að taka þátt í stjórnmálastarfi. Í skýrslu sem skrifstofa sérstaks lögmanns alríkisstjórnarinnar sem annast innra eftirlit hefur sent Trump forseta kemur fram að Conway hafi ítrekað brotið Hatch-lögin svonefndu með því að „niðra forsetaframbjóðendur demókrata þegar hún talaði í nafni opinbers embættis síns í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum“. Vegna þess að Conway er að mati stofnunarinnar „síbrotamanneskja“ mælir hún með því að henni verið vikið úr opinberu embætti. Það er í höndum Trump forseta að ákveða örlög Conway, að sögn Washington Post. Heimildir blaðsins innan Hvíta hússins herma að Trump sé líklegri til að taka upp hanskann fyrir Conway en refsa henni fyrir lögbrotin. Yfirlögfræðingur Hvíta hússins hefur þegar krafist þess að eftirlitsstofnunin dragi ráðleggingu sína um brottvikingu Conway til baka. Hvíta húsið fullyrðir að niðurstað stofnunarinnar sé meingölluð og brjóti á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Conway. Forstöðumaður skrifstofu sérstaka lögmannsins var skipaður af Trump í embættið. Stofnunin er óháð eftirlitsstofnun sem hefur meðal annars umsjón með framfylgd Hatch-laganna og fleiri reglna um skyldur alríkisstarfsmanna. Það er ekki sama stofnun og skrifstofa sérstaka rannsakandans sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá.„Bla, bla bla“ Conway er þekkt fyrir að vera einarður málsvari Trump forseta og snúa upp á sannleikann ef svo ber undir. Á meðal ummælanna sem talin eru hafa brotið Hatch-lögin eru þau þegar Conway mærði fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, árið 2017. Hvíta húsið sagði að Conway hefði fengið „ráðgjöf“ eftir það atvik. Í fyrra gerðist Conway í tvígang sek um að brjóta lögin þegar hún lýsti stuðningi við frambjóðanda repúblikana og gagnrýndi frambjóðanda demókrata í aukakosningum um þingsæti í Alabama þegar hún kom fram sem alríkisstarfsmaður. Sex aðrir starfsmenn Hvíta hússins hafa verið taldi brjóta gegn Hatch-lögunum með því að nota opinbera samfélagsmiðlareikninga sína til að senda út pólitísk skilaboð til stuðnings Trump. Conway hefur sjálf gert lítið úr alvarleika lögbrotanna. „Bla, bla, bla. Ef þið eruð að reyna að þagga niður í mér með Hatch-lögunum þá á það ekki eftir að virka. Látið mig vita þegar fangelsisafplánunin hefst,“ sagði hún í síðasta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26 Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45 Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45 Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57 Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Kellyanne Conway komin á svartan lista CNN og MSNBC Umsjónarmenn þátta á CNN og MSNBC þykja Conway vera ótrúverðugur viðmælandi. 16. febrúar 2017 11:26
Conway braut siðferðislög Trump sjálfur mun þó ákveða hvort og þá hvaða refsingu Kellyanne Conway mun hljóta. 6. mars 2018 18:45
Segja „plögg“ Conway hafa verið í gáleysi Hvíta húsið segir að ráðgjafi Trump muni líklega ekki auglýsa vörur dóttur hans í sjónvarpi aftur. 2. mars 2017 09:45
Anderson Cooper ranghvolfdi augunum yfir svörum ráðgjafa Trump Sló í gegn á samfélagsmiðlum. 10. maí 2017 21:57
Yfirmaður siðaskrifstofu Bandaríkjastjórnar segir af sér Eftir mánaðalöng átök við Donald Trump og Hvíta húsið sagði yfirmaður siðanefndar Bandaríkjastjórnar af sér í dag. Hann telur sig ekki geta náð frekari árangri við núverandi aðstæður. 6. júlí 2017 17:25
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23