Pútín rekur yfirmenn lögreglunnar í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 18:23 Ívan Golunov eftir að honum var sleppt úr haldi á þriðjudag. Vísir/EPA Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Mál rannsóknarblaðamannsins Ívans Golunov sem lögreglan í Moskvu reyndi að koma sök á heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Vladímír Pútín forseti hefur nú rekið tvo af æðstu stjórnendum lögreglunnar í Moskvu vegna þess. Golunov, sem hefur meðal annars fjallað um vafasama fjármálagjörninga og ritskoðun á fjölmiðlum í Rússlandi, var handtekinn og sakaður um stórfellda fíkniefnasölu í síðustu viku. Fangelsun hans vakti mikla athygli og reiði. Honum var sleppt úr haldi á þriðjudag eftir að upplýsingar komu fram sem virtust staðfesta að lögreglumenn hefðu reynt að koma á hann sök.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Pútín forseti hafi nú rekið Andrei Pútsjkov, liðsforingja og lögreglustjórann í Vestur Moskvu, og Júrí Devjatkin, liðsforingja og yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar. Pútín hefur ekki tjáð sig um málið en talsmaður hans sagði stjórnvöld í Kreml fylgjast grannt með því á þriðjudag. Forsetinn er sagður vilja lægja öldurnar áður en hann árlegur símatími hans hefst 20. júní. Þar gefst landsmönnum tækifæri á að hringja inn og tala við forsetann. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið fíkniefnum fyrir á honum. Þá hefur komið í ljós að lögreglumyndir sem áttu að sýna búnað til framleiðslu fíkniefna í íbúð blaðamannsins hafi alls ekki verið teknar þar. Lögreglumönnunum sem handtóku Golunov hefur verið vikið úr starfi tímabundið. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa barið blaðamanninn í varðhaldi. Hundruð mótmælenda voru handtekin í Moskvu í gær. Þeir kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar fyrir handtöku Golunov og meðferðina á honum.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12