Minna um framræst votlendi en áður var talið Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 09:00 Þegar votlendi er ræst fram byrjar mýrarjarðvegur að rotna og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Endurheimt votlendis hefur verið teflt fram til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jón Guðmundsson Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Umfang framræsts votlendis Íslandi gæti verið allt að 700 ferkílómetrum minna en talið hefur verið fram að þessu. Eftir sem áður er þurrkað votlendi stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu. Lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands segir nákvæmari gögn hafa breytt myndinni. Fram að þessu hefur verið áætlað að tæplega þrír fjórðu af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum sem losna á Íslandi komi frá votlendi sem hefur verið ræst fram með skurðum. Endurheimt votlendis hefur því verið teflt fram sem einni árangursríkustu loftslagsaðgerðinni á Íslandi þó að ekki væri hægt að telja hana fram upp í skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótóbókuninni. Flatarmál framræsta votlendisins hefur fyrst og fremst verið metið með fjarkönnun og gervihnattamyndum. Vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa nýlega fengið ný og nákvæmari gögn sem hafa glöggvað mynd þeirra af umfangi svæðanna. Skólinn hefur fengið fjárveitingar til að bæta gögn um framræst votlendi undanfarin ár.Stóraukin nákvæmni í hæðarlíkani Þannig hafa vísindamennirnir fengið nýtt hæðarlíkan til að greina framræst votlendi á radarmyndum gervihnatta. Sérfræðingar telja að votlendi myndist ekki í meiri halla en tíu gráðum og því geti framræst votlendi ekki verið í slíku landslagi heldur. Þeir hafa því útilokað svæði með meiri halla á gervihnattamyndum. Fram að þessu hefur bilið á milli hæðarlína í líkaninu verið tuttugu metrar að jafnaði og sums staðar allt að hundrað metrar. Með nýja líkaninu er munurinn kominn niður í aðeins tvo metra. „Þá fer maður að sjá einstaka hóla í uppgreftri úr skurðum,“ segir Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskólann, við Vísi.Frá Landbúnaðarháskólanum á HvanneyriVísir/PjeturÞá byggir nýtt mat þeirra á flatarmáli framræsts votlendis á nýju vistkerfakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem kom út árið 2016. Það gefur nákvæmari mynd af landinu en þau gögn sem matið byggði áður á. Þessar nýju upplýsingar hafa orðið til þess að vísindamenn Landbúnaðarháskólans telja nú að allt að 700 ferkílómetrum, um 70.000 hekturum, minna sé af framræstu votlendi en gert var ráð fyrir í eldra mati. „Vonandi er þetta réttari niðurstaða. Þetta er ekki fullkomið en við erum samt að reyna að meta þetta samviskusamlega eftir því sem fjármunir og mannskapur leyfir,“ segir Jón.Enn stærsta uppspretta losunar Frekari breytingar gætu orðið á matinu í haust þegar betri gögn um skurðakerfi landsins liggja fyrir. Jón segir að kerfið hafi síðast verið hnitað árið 2008 og einhverjar breytingar hafi orðið síðan þá. Einhverjir skurðir hafi horfið og aðrir bæst við. Hann telur að í það minnsta þúsund kílómetrar af nýjum skurðum hafi bæst við á rúmum áratug. Sagt var frá nýja matinu í Bændablaðinu sem kom út í gær. Þar var því haldið fram að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum virðist í uppnámi vegna þess að umfang framræsta votlendisins sé minna en áður var talið. Jón segir engar forsendur fyrir þeim fullyrðingum blaðsins. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir áætlar hann að losun frá framræstu votlendi geti numið um það bil tveimur þriðja af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45