Skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum Sighvatur Jónsson skrifar 14. júní 2019 12:30 Formaður Bændasamtaka Íslands segir mikilvægt að Matvælastofnun geri skimun sem þessa. Vísir/Getty Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts. Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir niðurstöður Matvælastofnunar um sjúkdómsvaldandi bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti koma á óvart. Rannsaka þurfi málin betur og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum. Skoðunin hafi hins vegar leitt í ljós sterka stöðu svína- og kjúklingakjöts. Við skoðun Matvælastofnunar fundust eiturmyndandi E. coli bakteríur í íslensku lamba- og nautakjöti. Sóttvarnalæknir segir þetta til marks um að sjúkdómsmyndandi bakteríur finnist í íslenskri kjötframleiðslu líkt og þeirri erlendu. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að skimun sem þessi hafi ekki áður verið gerð á kjötvörum í verslunum hér á landi. Niðurstöðurnar varðandi kjöt af sauðfé og nautgripum hafi komið á óvart. „Miðað við þær sýkingar sem hafa komið fram í fólki þá er þetta meira heldur en menn áttu von á. En við vitum að E. coli er til staðar og er alls staðar, þannig að það er ekki skrítið að þessar ákveðnu bakteríur séu það líka.“ Formaður Bændasamtaka Íslands segir stöðu íslensks kjúklinga- og svínakjöts vera sterka.Vísir/Getty Guðrún hjá Bændasamtökunum bendir á að samanburður við önnur lönd í Evrópu sýni að sýkingar af völdum E. coli bakteríu séu mjög fáar hér á landi og tíðni þeirra með því lægsta sem gerist í álfunni. Matvælastofnun segir að hvorki salmonella né kampýlóbakter hafi greinst í svína- og fuglakjöti að undanskildu einu sýni af svínakjöti þar sem fannst salmonella. „Þarna er löng saga um fyrirbyggjandi aðgerðir sem skila sér í frábærri stöðu í dag.“ Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segist ekki hafa áhyggjur af orðspori um hreinleika íslensks kjöts.
Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Landbúnaður Matur Neytendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira