Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 14:42 Faraldurinn hefur færst yfir til Úganda. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó. Faraldurinn er sá versti frá því á árunum 2013 til 2016 og bendir fátt til þess að hann sé í rénum. Á föstudag ákvað stofnunin að það væri ekki ástæða til þess að lýsa yfir neyðarástandi þrátt fyrir að faraldurinn væri nú búinn að færast yfir til Úganda en þetta kemur fram á vef Reuters. Var slík yfirlýsing sögð valda of miklum skaða fyrir hagkerfi heimsins. Þá voru nærliggjandi lönd hvött til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að bregðast við ebólusmitum líkt og Úganda hafði gert. Þá segja þau faraldurinn ekki vera vandamál á heimsvísu heldur einungis bundið við Austur-Kongó og nærliggjandi lönd.Um 1.400 manns hafa látist af völdum faraldursins.Vísir/Getty„Það er skoðun nefndarinnar að það er enginn ávinningur af því að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu en það er mögulega stór fórnarkostnaður fólginn í því,“ sagði Dr. Preben Aavitsland, formaður nefndar sérfræðinga sem sker úr um svona málefni. Nefndin samanstendur af þrettán sérfræðingum í læknavísindum. Nokkur alþjóðleg læknasamtök hafa kallað eftir því að nefndin lýsi yfir neyðarástandi. Þau segja slíkt leiða til þess að viðeigandi ráðstafanir yrðu gerðar í heilbrigðismálum og fjármagn til málaflokksins yrði þannig tryggt. Um það bil 1.400 manns hafa látið lífið í þeim faraldri sem nú geysar í Austur-Kongó og var fyrsta smitið greint í Úganda nú á dögunum. Um var að ræða fimm ára dreng sem lést af völdum veirunnar eftir að hafa ferðast til Austur-Kongó með fjölskyldu sinni.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06 Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27 Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel. 3. maí 2019 14:06
Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016. 12. júní 2019 20:27
Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). 19. apríl 2019 22:02