Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 19:00 Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð, miklar væntingar séu gerðar til þess að nýr Herjólfur nýtist betur til siglinga um Landeyjahöfn en forverinn.Fjórði Herjólfur var afhentur Eyjamönnum í dag.Vísir/GvendurFyrsti Herjólfur kom til Vestmannaeyja 1959. Sá sigldi daglega milli Reykjavíkur og Eyja og um tíma vikulega til Þorlákshafnar. Herjólfur fyrsti sigldi einnig hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar. Herjólfur annar kom til landsins 1976 og sigldi milli Þorlákshafnar og Eyja. Herjólfur þriðji var tekinn í notkun 1992. Hann hefur siglt um Þorlákshöfn og Landeyjahöfn frá opnun hennar. Níu árum eftir opnun Landeyjahafnar og 27 árum eftir komu síðasta Herjólfs nefndi forsætisráðherra nýjan Herjólf formlega í dag. Vegamálastjóri, samgönguráðherra og bæjarstjóri Vestmannaeyja klipptu á borða og samgönguráðherra afhenti Vestmannaeyingum ferjuna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi márSigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir miklar væntingar gerðar til nýja Herjólfs varðandi siglingar um Landeyjahöfn. Áfram verði unnið að lagfæringum hafnarinnar. „Það er verið að setja upp frekari dýpkunarleiðir frá landi. Það er verið að skoða hugmyndir heimamanna og aðrar leiðir. Þetta er langhlaup og þróunarstarf að búa til höfn í sandfjöru. En núna er hitt púslið komið, það er að segja ferjan, og þá getum við kannski farið að sjá betur hvernig þetta spilast saman, ferjan og höfnin,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir að verið sé að stíga risastórt skref í orkuskiptum í samgöngum með rafdrifinni ferju. „Við erum auðvitað með aðrar ferjur í landinu. Við erum þegar farin að huga að því að geta rafvætt þær við endurnýjun. Þess vegna er svo gott að rjúfa múrinn og fara hér í gegn með þessu glæsiskipi sem við erum að fá hér í dag.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira