Sport

„Heppinn að vera á lífi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Froome heldur í jákvæðnina
Froome heldur í jákvæðnina mynd/twitter
Einn besti hjólreiðamaður heims, Chris Froome, segist vera heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í alvarlegu slysi á dögunum.

Froome hjólaði á vegg á 54 km/klst á æfingu fyrir Criterium du Dauphine hjólreiðarnar í Frakklandi og braut fjölmörg bein í líkama sínum, meðal annars brákaði hann bein í hálsi.

Hinn 34 ára Froome hefur unnið Tour de France fjórum sinnum en hann mun líklega þurfa að láta hljólið vera í sex mánuði að mati skurðlæknis hans samkvæmt frétt BBC.

„Ég veit hversu heppinn ég er að vera hér,“ sagði Bretinn í tilkynningu.

„Það er langur vegur af endurhæfingu fram undan, en sú endurhæfing hefst núna og ég er með hugann við það að snúa aftur í mitt besta form.“

Froome mun verða næstu sex vikurnar á spítala en læknar hans eru ánægðir með stöðuna á hjólreiðamanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×