Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafði ökumaðurinn keyrt á kyrrstæðan jeppa sem lagt var í götunni með þeim afleiðingum að bíll hans valt á hliðina á miðri götunni.
Engin alvarleg slys urðu á fólki en þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang hafði ökumaðurinn komist út úr bílnum af sjálfsdáðum. Þótti þó réttast að flytja hann til skoðunar en meiðsli hans eru talin minniháttar.
