Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Sighvatur Jónsson skrifar 18. júní 2019 12:15 Kvenfluga lúsmýs. Mynd/Scott Bauer Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa. Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa.
Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03