Sársaukafull fortíð ástæða þess að varnarmálaráðherraefni Trump hættir við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2019 22:00 Patrick Shanahan er hættur sem stafandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, muni ekki verða skipaður ráðherra til frambúðar. Í gær birtu bandarískir fjölmiðlar upplýsingar um ofbeldisfullar heimiliserjur úr fortíð Shanahan. Trump tilkynnti um þetta í tísti fyrr í dag þar sem hann sagði að Shanahan hefði tilkynnt honum um að hann hefði ekki hug á því að halda áfram í staðfestingarferlinu sem ganga þarf í gegnum til þess að verða skipaður ráðherra. Hann hefði hug á því að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Shanahan hefur starfað sem varnarmálaráðherra frá því að Jim Mattis sagði af sér embætti í janúar.USA Today greindi frá því í gær að sem hluti af bakgrunnsathugun Shanahan væri FBI að skoða níu ára gamalt heimilisofbeldismál sem tengdist Shanahan og þáverandi eiginkonu hans. Í frétt USA Today segir að þau bæði hafi sakað hvort annað um ofbeldi, og að kona hans hafi verið handtekin vegna málsins.....I thank Pat for his outstanding service and will be naming Secretary of the Army, Mark Esper, to be the new Acting Secretary of Defense. I know Mark, and have no doubt he will do a fantastic job! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2019Þá greindi Washington Post frá því að sonur þeirra hafi verið sakaður um að lemja móður sína og þáverandi eiginkonu Shanahan, með hafnaboltakylfu þannig að hún missti meðvitund árið 2011. Greindi Post frá efni minnisblaðs sem Shanahan skrifaði þar sem hann hélt því fram að sonur hans hefði beitt kylfunni í sjálfsvörn. Í viðtali við Post vegna málsins sagði Shanahan að hann teldi nú að það hafi verið rangt af sér að skrifa minnisblaðið og að það væri erfitt fyrir hann að lesa það núna, átta árum síðar. Í yfirlýsingu vegna málsins sagði Shanahan að það væri óheppilegt að málið væri dregið aftur upp í sviðsljósið. Hann hefði því tekið ákvörðun um að draga sig í hlé sem starfandi varnarmálaráðherra til þess að hlífa börnum sínum þremur. Trump hefur þegar skipað Mark Esper, hermálaráðherra, í embætti sem starfandi varnarmálaráðherra. Búist er við því að Trump muni tilnefna hann til embættisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Meðal annars er verið að kanna hvort granda megi eldflaugum með leysigeislum úr geimnum. 17. janúar 2019 23:00
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent