FBI rannsakar andlát bandarískra ferðamanna í Dóminíska lýðveldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 23:45 Frá ferðamannabænum Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Vísir/getty Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“ Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“
Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira