Chanel-fjölskyldan fjárfesti í 66°Norður Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Bandaríska fjárfestingafélagið sem fjárfesti í Sjóklæðagerðinni 66°Norður síðasta sumar er í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel. 66°Norður hefur nú ráðið framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann var áður framkvæmdastjóri fataverslunarrisans Net-a-Porter. Hann segir íslenska fataframleiðandann búa yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til að verða heimsþekkt vörumerki. Markaðurinn greindi fyrst frá kaupunum í júlí á síðasta ári en þá fengust ekki staðfestar upplýsingar um nafn bandaríska félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Mousse Partners, sem var stofnað af Charles Heilbronn, hálfbróður Wertheimer-bræðranna sem stýra Chanel, en auðæfi þeirra eru metin á um 42 milljarða Bandaríkjadala. Mousse Partners keypti tæplega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni 66°Norður og fól samkomulagið í sér hlutafjáraukningu upp á 3,2 milljarða króna sem gengið var frá í lok síðasta árs. Ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður og Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var einnig á meðal ráðgjafa í viðskiptunum.Heillaður af sérstöðunni 66°Norður hefur ráðið Matthew Woolsey sem framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að vefviðskiptum, fatageiranum, fjölmiðlum og alþjóðlegum rekstri. Matthew gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra vefverslunarinnar Net-a-Porter sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar kemur að hágæða vörumerkjum í fatnaði. Hjá Net-a-Porter var Matthew ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri fyrirtækisins sem er með starfsstöðvar víðs vegar um heiminn. Þar á undan gegndi Matthew starfi framkvæmdastjóra stafrænna viðskipta hjá Barneys New York. „Við lifum á tímum gnægðar sem þýðir að vörumerkin sem skara fram úr verða vörumerkin sem mynda djúpstæða tengingu við viðskiptavini sína. 66°Norður er þannig vörumerki vegna gæða varanna, framleiðslusögunnar og arfleifðarinnar. Þetta eru eiginleikar sem þú getur ekki falsað og þeir höfða til fólks hvort sem það býr í Bretlandi, Bandaríkjunum, Evrópu eða Kína. Þetta er það sem heillar mig við 66°Norður,“ segir Matthew í samtali við Markaðinn, spurður hvers vegna framkvæmdastjóri hjá risastóru fataverslunarfyrirtæki hafi fært sig yfir til íslensks fyrirtækis sem er tiltölulega lítið á alþjóðlegan mælikvarða. Matthew mun hafa aðsetur í London og setja upp skrifstofu 66°Norður þar en höfuðstöðvar fyrirtækisins munu áfram verða á Íslandi. London verður miðstöð fyrir uppbyggingu erlendrar starfsemi félagsins að hans sögn. Spurður hvort 66°Norður geti orðið heimsþekkt vörumerki svarar hann játandi. „Já, og vitund um vörumerkið á heimsvísu er nú þegar að aukast vegna þess að fólk frá öllum heimshornum er að kaupa vörurnar í verslunum fyrirtækisins á Íslandi og í Danmörku. Við ætlum að byggja á þessum grunni, sækja inn á nýja markaði og viðhalda eiginleikum vörumerkisins sem mynda þessa djúpstæðu tengingu við viðskiptavini,“ segir Matthew og bætir við að mikil áhersla verði lögð á netverslunina en á því sviði hefur hann heilmikla reynslu. „Það er einfaldasta leiðin til að kynna vörurnar og söguna fyrir þeim sem hafa kannski aldrei komið til Íslands.“ Tengingin við Ísland lykilatriði Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir gríðarlega mikilvægt að hafa fundið sterkan meðfjárfesti sem er sammála þeirri stefnu sem eigendur félagsins hafa framfylgt. „Við Bjarney [Harðardóttir] erum búin að framfylgja ákveðinni stefnu og undirbúa félagið fyrir það að fá inn meðfjárfesta. Það að svona umsvifamikill fjárfestir komi inn sem minnihlutaeigendi á móti okkur er staðfesting á því að þeir eru samþykkir þeirri vegferð sem við erum á og að það séu mikil tækifæri til vaxtar á erlendum mörkuðum,“ segir Helgi Rúnar. Þá segir hann að kauphegðun fólks sé að breytast mikið og vefurinn sé að fá meira og meira vægi þegar fólk hugar að fatakaupum. „Við munum væntanlega opna fleiri verslanir erlendis en það verður lögð mikil áhersla á netverslunina. Fyrirtækið á merkilega sögu að baki sem vefurinn getur komið vel til skila. Síðan má ekki gleyma því að 66°Norður er sterkt vegna þess að það kemur frá Íslandi. Þetta skilja bæði Mousse Partners og Matthew og þess vegna verða höfuðstöðvarnar áfram á Ísland,“ segir hann. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, jukust hins vegar um rúmlega 600 milljónir á árinu og námu samtals 4,47 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tekjur 66°Norður jukust um 600 milljónir króna Sjóklæðagerðin 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. 8. maí 2019 06:15 Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. 30. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bandaríska fjárfestingafélagið sem fjárfesti í Sjóklæðagerðinni 66°Norður síðasta sumar er í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel. 66°Norður hefur nú ráðið framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann var áður framkvæmdastjóri fataverslunarrisans Net-a-Porter. Hann segir íslenska fataframleiðandann búa yfir öllum þeim eiginleikum sem þarf til að verða heimsþekkt vörumerki. Markaðurinn greindi fyrst frá kaupunum í júlí á síðasta ári en þá fengust ekki staðfestar upplýsingar um nafn bandaríska félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Mousse Partners, sem var stofnað af Charles Heilbronn, hálfbróður Wertheimer-bræðranna sem stýra Chanel, en auðæfi þeirra eru metin á um 42 milljarða Bandaríkjadala. Mousse Partners keypti tæplega helmingshlut í Sjóklæðagerðinni 66°Norður og fól samkomulagið í sér hlutafjáraukningu upp á 3,2 milljarða króna sem gengið var frá í lok síðasta árs. Ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður og Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var einnig á meðal ráðgjafa í viðskiptunum.Heillaður af sérstöðunni 66°Norður hefur ráðið Matthew Woolsey sem framkvæmdastjóra alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins en hann býr yfir mikilli reynslu þegar kemur að vefviðskiptum, fatageiranum, fjölmiðlum og alþjóðlegum rekstri. Matthew gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra vefverslunarinnar Net-a-Porter sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar kemur að hágæða vörumerkjum í fatnaði. Hjá Net-a-Porter var Matthew ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri fyrirtækisins sem er með starfsstöðvar víðs vegar um heiminn. Þar á undan gegndi Matthew starfi framkvæmdastjóra stafrænna viðskipta hjá Barneys New York. „Við lifum á tímum gnægðar sem þýðir að vörumerkin sem skara fram úr verða vörumerkin sem mynda djúpstæða tengingu við viðskiptavini sína. 66°Norður er þannig vörumerki vegna gæða varanna, framleiðslusögunnar og arfleifðarinnar. Þetta eru eiginleikar sem þú getur ekki falsað og þeir höfða til fólks hvort sem það býr í Bretlandi, Bandaríkjunum, Evrópu eða Kína. Þetta er það sem heillar mig við 66°Norður,“ segir Matthew í samtali við Markaðinn, spurður hvers vegna framkvæmdastjóri hjá risastóru fataverslunarfyrirtæki hafi fært sig yfir til íslensks fyrirtækis sem er tiltölulega lítið á alþjóðlegan mælikvarða. Matthew mun hafa aðsetur í London og setja upp skrifstofu 66°Norður þar en höfuðstöðvar fyrirtækisins munu áfram verða á Íslandi. London verður miðstöð fyrir uppbyggingu erlendrar starfsemi félagsins að hans sögn. Spurður hvort 66°Norður geti orðið heimsþekkt vörumerki svarar hann játandi. „Já, og vitund um vörumerkið á heimsvísu er nú þegar að aukast vegna þess að fólk frá öllum heimshornum er að kaupa vörurnar í verslunum fyrirtækisins á Íslandi og í Danmörku. Við ætlum að byggja á þessum grunni, sækja inn á nýja markaði og viðhalda eiginleikum vörumerkisins sem mynda þessa djúpstæðu tengingu við viðskiptavini,“ segir Matthew og bætir við að mikil áhersla verði lögð á netverslunina en á því sviði hefur hann heilmikla reynslu. „Það er einfaldasta leiðin til að kynna vörurnar og söguna fyrir þeim sem hafa kannski aldrei komið til Íslands.“ Tengingin við Ísland lykilatriði Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir gríðarlega mikilvægt að hafa fundið sterkan meðfjárfesti sem er sammála þeirri stefnu sem eigendur félagsins hafa framfylgt. „Við Bjarney [Harðardóttir] erum búin að framfylgja ákveðinni stefnu og undirbúa félagið fyrir það að fá inn meðfjárfesta. Það að svona umsvifamikill fjárfestir komi inn sem minnihlutaeigendi á móti okkur er staðfesting á því að þeir eru samþykkir þeirri vegferð sem við erum á og að það séu mikil tækifæri til vaxtar á erlendum mörkuðum,“ segir Helgi Rúnar. Þá segir hann að kauphegðun fólks sé að breytast mikið og vefurinn sé að fá meira og meira vægi þegar fólk hugar að fatakaupum. „Við munum væntanlega opna fleiri verslanir erlendis en það verður lögð mikil áhersla á netverslunina. Fyrirtækið á merkilega sögu að baki sem vefurinn getur komið vel til skila. Síðan má ekki gleyma því að 66°Norður er sterkt vegna þess að það kemur frá Íslandi. Þetta skilja bæði Mousse Partners og Matthew og þess vegna verða höfuðstöðvarnar áfram á Ísland,“ segir hann. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. Tekjur fyrirtækisins, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, jukust hins vegar um rúmlega 600 milljónir á árinu og námu samtals 4,47 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tekjur 66°Norður jukust um 600 milljónir króna Sjóklæðagerðin 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. 8. maí 2019 06:15 Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. 30. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tekjur 66°Norður jukust um 600 milljónir króna Sjóklæðagerðin 66°Norður skilaði um 100 milljóna króna rekstrarhagnaði (EBITDA) á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman um liðlega 60 milljónir frá fyrra ári. 8. maí 2019 06:15
Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00
Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. 30. janúar 2019 07:00