Segir góða fasteign á góðum stað á Spáni standa vel fyrir sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 10:30 Fasteignasali sem selt hefur fasteignir á Spáni í um 20 ár segir bæði tímasetningu og staðsetningu skipta máli þegar velja skal eign. vísir/getty Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Spánareignum, kveðst sammála Ómari Sigurðssyni, skipstjóra, varðandi það að nauðsynlegt sé að skoða vel og kanna allar aðstæður vel áður en fest eru kaup á fasteign á Spáni. Hún sé hins vegar ekki sammála því að nýjar eignir verðfalli um 20 prósent strax við afhendingu, eins og Ómar sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær og fjallað var um á Vísi í morgun. Rætt var við Aðalheiði í Bítinu í morgun. Hún segir að það geti átt við í einstaka tilfellum að eign falli í verði en það sé ekki almenna reglan. „Almenna reglan er sú að ef maður velur góða fasteign á góðum stað þá stendur hún vel fyrir sínu til lengri tíma,“ segir Aðalheiður. Staðsetning skipti máli en líka tímasetning, hvenær maður kaupir og hvernig markaðurinn er.Algengt að taka 50 til 60 prósent lán Aðalheiður hefur verið að selja fasteignir á Spáni í um 20 ár og segir að í dag sjái hún að fólk vilji eiga meira í eigninni en áður var. „Það er algengt að fólk sé að taka 50 til 60 prósent lán ef það er að taka lán á annað borð. Ef eignin er á góðum stað og jafnvel leigð út að hluta þá er þetta bara góð fjárfesting því þá stendur eignin vel undir sínu og fyrir afborgunum. En ég vil ítreka að það er náttúrulega mjög mikilvægt að undirbúa kaupin vel, skoða vel svæðið, eignir, finna út hvað hentar best,“ segir Aðalheiður. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk farið í skoðunarferðir undir einhverri pressu um að það verði að kaupa heldur gefi sér góðan tíma. Aðalheiður segir að fólk komi jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kaupi eign. Það þurfi að vanda valið vel.„Ströndin er alltaf á sínum stað“ Aðspurð segir hún að svæði á Spáni fari ekki fyrr úr tísku heldur en hér á landi. „Nei, alls ekki. Ströndin er alltaf á sínum stað og verslunarmiðstöðvar og þjónustukjarnar. Ef fólk passar vel upp á að vera vel staðsett og nálægt því sem það vill sækja þá er þetta undantekningalítið góð fjárfesting, sérstaklega ef eignirnar eru vel byggðar og vel skipulagðar þá er þetta eitthvað sem stendur alltaf fyrir sínu. Fasteignir eru í eðli sínu langtímafjárfesting þannig að heilt á litið er ég ekki sammála þessu með þessi 20 prósent,“ segir Aðalheiður. Þá bendir hún á að rekstrarkostnaður á fasteign á Spáni sé minni á Íslandi. Vissulega geti kostnaður fari upp ef fólk er að bruðla mikið með vatn og rafmagn en yfirleitt sé þessi kostnaður ekki íþyngjandi og lægri en við meðalsumarhús á Íslandi. Varðandi eldri eign eða nýja segir Aðalheiður að það geti verið ágætt að kaupa eldri eignir og það geti átt vel við í einstaka tilfellum. „En flestir sem eru að kaupa í dag vilja ekki kalla yfir sig mikið viðhald og endurbætur og þegar upp er staðið þá gleymist nú oft að taka inn í það kostnaðinn og vinnuna. Þannig að það er oft ekkert hagstæðara þegar upp er staðið,“ segir Aðalheiður. Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Spánareignum, kveðst sammála Ómari Sigurðssyni, skipstjóra, varðandi það að nauðsynlegt sé að skoða vel og kanna allar aðstæður vel áður en fest eru kaup á fasteign á Spáni. Hún sé hins vegar ekki sammála því að nýjar eignir verðfalli um 20 prósent strax við afhendingu, eins og Ómar sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær og fjallað var um á Vísi í morgun. Rætt var við Aðalheiði í Bítinu í morgun. Hún segir að það geti átt við í einstaka tilfellum að eign falli í verði en það sé ekki almenna reglan. „Almenna reglan er sú að ef maður velur góða fasteign á góðum stað þá stendur hún vel fyrir sínu til lengri tíma,“ segir Aðalheiður. Staðsetning skipti máli en líka tímasetning, hvenær maður kaupir og hvernig markaðurinn er.Algengt að taka 50 til 60 prósent lán Aðalheiður hefur verið að selja fasteignir á Spáni í um 20 ár og segir að í dag sjái hún að fólk vilji eiga meira í eigninni en áður var. „Það er algengt að fólk sé að taka 50 til 60 prósent lán ef það er að taka lán á annað borð. Ef eignin er á góðum stað og jafnvel leigð út að hluta þá er þetta bara góð fjárfesting því þá stendur eignin vel undir sínu og fyrir afborgunum. En ég vil ítreka að það er náttúrulega mjög mikilvægt að undirbúa kaupin vel, skoða vel svæðið, eignir, finna út hvað hentar best,“ segir Aðalheiður. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk farið í skoðunarferðir undir einhverri pressu um að það verði að kaupa heldur gefi sér góðan tíma. Aðalheiður segir að fólk komi jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kaupi eign. Það þurfi að vanda valið vel.„Ströndin er alltaf á sínum stað“ Aðspurð segir hún að svæði á Spáni fari ekki fyrr úr tísku heldur en hér á landi. „Nei, alls ekki. Ströndin er alltaf á sínum stað og verslunarmiðstöðvar og þjónustukjarnar. Ef fólk passar vel upp á að vera vel staðsett og nálægt því sem það vill sækja þá er þetta undantekningalítið góð fjárfesting, sérstaklega ef eignirnar eru vel byggðar og vel skipulagðar þá er þetta eitthvað sem stendur alltaf fyrir sínu. Fasteignir eru í eðli sínu langtímafjárfesting þannig að heilt á litið er ég ekki sammála þessu með þessi 20 prósent,“ segir Aðalheiður. Þá bendir hún á að rekstrarkostnaður á fasteign á Spáni sé minni á Íslandi. Vissulega geti kostnaður fari upp ef fólk er að bruðla mikið með vatn og rafmagn en yfirleitt sé þessi kostnaður ekki íþyngjandi og lægri en við meðalsumarhús á Íslandi. Varðandi eldri eign eða nýja segir Aðalheiður að það geti verið ágætt að kaupa eldri eignir og það geti átt vel við í einstaka tilfellum. „En flestir sem eru að kaupa í dag vilja ekki kalla yfir sig mikið viðhald og endurbætur og þegar upp er staðið þá gleymist nú oft að taka inn í það kostnaðinn og vinnuna. Þannig að það er oft ekkert hagstæðara þegar upp er staðið,“ segir Aðalheiður.
Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30