Murder Mystery slær áhorfsmet á Netflix Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 12:25 Ólafur Darri fer með hlutverk í myndinni. Skjáskot Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar. Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nýjasta mynd Netflix, sem skartar þeim Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum, hefur slegið áhorfsmet en nærri 31 milljón horfði á myndina fyrstu þrjá dagana sem hún var aðgengileg á streymisveitunni. Variety greinir frá þessu. Myndin var aðgengileg frá og með 14. júní og hefur hún greinilega fallið vel í kramið hjá áhorfendum. Umrædd tölfræði nær einungis til þeirra notenda sem horfa á meira en sjötíu prósent myndarinnar og hefur hún því slegið við myndum á borð við Triple Frontier og heimildarmyndinni um Fyre Festival sem nutu báðar mikilla vinsælda. Íslendingar eiga sinn fulltrúa í myndinni en stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni. Í viðtali við Ísland í dag á síðasta ári sagði Ólafur Darri hópinn vera samheldinn og að stemningin í hópnum hafi verið mjög góð. „Við erum rosalega mikið öll saman allur þessi leikhópur, mikið út að borða saman, þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Ólafur um tökuferlið. Árið 2015 gerði Netflix samning við Adam Sandler um fjórar kvikmyndir á tíma sem myndir hans voru ekki að skila miklum hagnaði í kvikmyndahúsum. Tveimur árum síðar skrifaði Sandler svo undir annan samning um fjórar myndir til viðbótar.
Netflix Tengdar fréttir Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30 Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sjáðu stikluna úr nýjustu mynd Adam Sandler, Jennifer Aniston og Ólafs Darra Myndin var tekin upp í Kanada og á Ítalíu í fyrra en hún segir frá bandarískum hjónum sem ákveða að fara í frí til Evrópu til að lífga upp á hjónabandið en ferðin vindur heldur betur upp á sig þegar þau eru sökuð að hafa myrt aldraðan auðkýfing. 30. apríl 2019 19:30
Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Ólafur Darri leikur með Jennifer Aniston og Adam Sandler á Ítalíu. 26. júlí 2018 10:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein