Skíðaráð gáttað á vatnsverndaráhyggjum Veitna í Bláfjöllum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2019 04:00 Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Vísir/Vilhelm Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skíðaráð Reykjavíkur er gáttað á ummælum Arndísar Óskar Ólafsdóttur Arnalds, forstöðumanns hjá Veitum ohf., í Fréttablaðinu í vikunni. Arndís varaði við því að fyrirhuguð uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum ógni vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins ef slys verður á bágbornum Bláfjallalvegi. Ingi Rafnar Júlíusson, formaður ráðsins, segir í yfirlýsingu að undanfarin ár hafi allar framkvæmdir og viðhald verið á bið á meðan hugsanleg áhrif á vatnsvernd voru skoðuð. Í kjölfar skýrslu sem unnin var fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi þau loks samþykkt að hefjast handa í Bláfjöllum og Skálafelli. „Þau áform hafa tafist og er aðal ástæðan fyrir þeim töfum bið eftir samþykki Skipulagsstofnunar, sem nú liggur fyrir. Til að mæta eðlilegum sjónarmiðum um vatnsvernd hafa málsaðilar unnið í sameiningu að mótvægisaðgerðum. Ein meginaðgerðin felst í endurbótum á Bláfjallavegi, sem Vegagerðin lagði fram fyrir Skipulagsstofnun.“ Ingi segir þær endurbætur sem ráðist verði í séu einmitt forsenda samþykkis Skipulagsstofnunar. „Við hjá Skíðaráði Reykjavíkur erum því gáttuð á að forstöðumaður hjá Veitum kjósi að tala um mögulega „katastrófu“ vegna uppbyggingarinnar, sem er löngu orðin tímabær.“ Endurbætur á veginum hafi verið samþykktar af öllum aðilum. Ráðið vísar til sex skýrslna sem fjalli um vatnsvernd frá liðnum árum og sérkennilegt sé því að Veitur tali um að frekari rannsókn sé þörf. „Er það ef til vill þannig að það verði alltaf óskað eftir nýjum rannsóknum þar til loksins einhver kemur með niðurstöðu sem hentar fyrirfram gefinni afstöðu embættismannsins?“ spyr Ingi Rafnar og skíðaráðið að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira