Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 09:57 Donald Trump telur að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15