Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 20:25 Harry Winks og Kinsey Wolanski í Madríd í kvöld. Getty/Chloe Knott Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira