Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:24 Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hafði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Vísir/ap Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45