Skilyrði fyrir vegabréfsáritun að stjórnvöld fái að gaumgæfa samfélagsmiðla umsækjenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 10:00 Talið er að reglugerðin muni ná til tæplega 15 milljóna manna á ári hverju. Chesnot/Getty Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Stór meirihluti umsækjenda um vegabréfásritun til þess að komast inn í Bandaríkin mun þurfa að veita stjórnvöldum þar í landi leyfi til þess að skoða samfélagsmiðlaaðganga þeirra, samkvæmt nýinnleiddum reglum. Samkvæmt nýju reglunum þurfa umsækjendur um áritun að skila inn notendanöfnum sínum á samfélagsmiðlum auk allra netfanga og símanúmera sem þeir hafa notast við síðastliðin fimm ár fram að umsókn. Áætlað er að reglugerðin, sem lögð var til af stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta í mars á síðasta ári, komi til með að hafa áhrif á tæpar 15 milljónir manna á ári. Fólk sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í því skyni að stunda þar nám eða vinnu mun þurfa að leggja fram þessar upplýsingar, auk þeirra sem hyggja aðeins á stutta heimsókn. Erlendir erindrekar og aðrir embættismenn eru undanskildir reglunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða upplýsingum stjórnvöld sækjast eftir með þessari reglugerð eða hvað það væri nákvæmlega sem gæti valdið því að umsóknum um vegabréfsáritun yrði hafnað á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Áður en reglurnar voru innleiddar þurftu mun færri að vísa fram gögnum um samfélagsmiðla sína, en þess var aðeins krafist af fólki sem talið var að þyrfti að rannsaka gaumgæfilega áður en því yrði veitt innganga í landið, svo sem þeim búið höfðu eða dvalið á svæðum heimsins sem stjórnað er af samtökum sem Bandaríkjastjórn skilgreinir sem hryðjuverkahópa. Samkvæmt starfsmanni hins opinbera vestanhafs, sem ræddi við miðilinn The Hill, verða afleiðingar þess að ljúga til um samfélagsmiðlanotkun sína á vegabréfsáritunarumsókninni alvarlegar. Þegar reglugerðin var lögð til á síðasta ári lögðust Mannréttindasamtök Bandaríkjanna harðlega gegn henni. Þau sögðu reglurnar vera til þess fallnar að fólk myndi ritskoða það sem það segir á netinu og að ekki væri hægt að færa rök fyrir því að mögulegt sé að hafa eftirlit með samfélagsmiðlum fólks á sanngjarnan eða áhrifaríkan hátt.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira