Keanu Reeves alls enginn drullusokkur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 12:32 Þegar líða tekur á myndina reynist hinn skáldaði Reeves vera talsvert yfirdrifinn, tilgerðarlegur og hrokafullur, svo mjög reyndar að æskuvinur Söshu, Marcus Kim, sem er leikinn af Randall Park, finnur sig knúinn til þess að gefa honum einn á lúðurinn. Vísir/getty Keanu Reeves líkist ekkert þeim „drullusokki“ sem hann leikur í rómantísku gamanmyndinni Always Be My Maybe (2019) þrátt fyrir að hann, tæknilega séð, leiki sjálfan sig. Þetta segir uppistandarinn og leikkonan Ali Wong um mótleikara sinn en Reeves leikur kærasta Wongs í kvikmyndinni sem hefur vakið mikla athygli síðan Netflix hóf að sýna hana. Það var Wong sjálf sem fékk hann þess að taka þátt í verkefninu en Reeves sagðist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um því hann væri svo mikill aðdáandi Wongs. Með leik sínum er Reeves látinn draga upp ansi skrumskælda mynd af sjálfum sér. Wong leikur stjörnukokkinn Söshu Tram sem er talsvert upp með sér þegar hún kemst að því að sjálfur Keanu Reeves hafi áhuga á sér. Þegar líða tekur á myndina reynist hinn skáldaði Reeves vera talsvert yfirdrifinn, tilgerðarlegur og hrokafullur, svo mjög reyndar að æskuvinur Söshu, Marcus Kim, sem er leikinn af Randall Park, finnur sig knúinn til þess að gefa honum einn á lúðurinn.Keanu Reeves leikur tilgerðarlegan leikara í kvikmyndinni sem ber nafn hans sjálfs.Vísir/gettyÍ samtali við Huffington Post fann Ali Wong sig knúna til að tilgreina það sérstaklega að Keanu Reeves líktist ekki neitt þeim drullusokki sem hann leikur í myndinni. „Hann er fyndinn, hlýr og fagmannlegur gaur sem er virkilega vinnusamur, án þó að það verði einhvern tímann yfirþyrmandi því hann er virkilega aðgengilegur.“ Wong hefur áður grínast með að hafa eingöngu búið til kvikmyndina til þess að fá að kyssa Reeves og Daniel Dae Kim, sem er líka ástarviðfang Söshu. Wong sagði að það hefði verið virkilega mikilvægt að allir karlmennirnir í tilhugalífi Söshu væru af asískum uppruna. Nær allir sem koma að kvikmyndinni eru af asískum uppruna en Reeves hefur ættir að rekja til Havaí og Kína. Wong fannst mikilvægt að fá Reeves til liðs við sig til þess að asískir Ameríkubúar gætu „endurheimt“ Reeves eins og hún kemst sjálf að orði. Í myndskeiðinu hér hressandi viðtal við Ali Wong hjá Ellen Degeneres þar sem hin fyrrnefnda ræðir um Always Be My Maybe. Hollywood Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Keanu Reeves líkist ekkert þeim „drullusokki“ sem hann leikur í rómantísku gamanmyndinni Always Be My Maybe (2019) þrátt fyrir að hann, tæknilega séð, leiki sjálfan sig. Þetta segir uppistandarinn og leikkonan Ali Wong um mótleikara sinn en Reeves leikur kærasta Wongs í kvikmyndinni sem hefur vakið mikla athygli síðan Netflix hóf að sýna hana. Það var Wong sjálf sem fékk hann þess að taka þátt í verkefninu en Reeves sagðist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um því hann væri svo mikill aðdáandi Wongs. Með leik sínum er Reeves látinn draga upp ansi skrumskælda mynd af sjálfum sér. Wong leikur stjörnukokkinn Söshu Tram sem er talsvert upp með sér þegar hún kemst að því að sjálfur Keanu Reeves hafi áhuga á sér. Þegar líða tekur á myndina reynist hinn skáldaði Reeves vera talsvert yfirdrifinn, tilgerðarlegur og hrokafullur, svo mjög reyndar að æskuvinur Söshu, Marcus Kim, sem er leikinn af Randall Park, finnur sig knúinn til þess að gefa honum einn á lúðurinn.Keanu Reeves leikur tilgerðarlegan leikara í kvikmyndinni sem ber nafn hans sjálfs.Vísir/gettyÍ samtali við Huffington Post fann Ali Wong sig knúna til að tilgreina það sérstaklega að Keanu Reeves líktist ekki neitt þeim drullusokki sem hann leikur í myndinni. „Hann er fyndinn, hlýr og fagmannlegur gaur sem er virkilega vinnusamur, án þó að það verði einhvern tímann yfirþyrmandi því hann er virkilega aðgengilegur.“ Wong hefur áður grínast með að hafa eingöngu búið til kvikmyndina til þess að fá að kyssa Reeves og Daniel Dae Kim, sem er líka ástarviðfang Söshu. Wong sagði að það hefði verið virkilega mikilvægt að allir karlmennirnir í tilhugalífi Söshu væru af asískum uppruna. Nær allir sem koma að kvikmyndinni eru af asískum uppruna en Reeves hefur ættir að rekja til Havaí og Kína. Wong fannst mikilvægt að fá Reeves til liðs við sig til þess að asískir Ameríkubúar gætu „endurheimt“ Reeves eins og hún kemst sjálf að orði. Í myndskeiðinu hér hressandi viðtal við Ali Wong hjá Ellen Degeneres þar sem hin fyrrnefnda ræðir um Always Be My Maybe.
Hollywood Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira