Hélt að árásarmaðurinn væri góð manneskja Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 17:37 Vegfarendur staldra við fyrir utan þjónustumiðstöðina þar sem skotárásin fór fram. Vísir/Getty Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá. Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir. „Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið. Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar. „Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu. Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Árásarmaðurinn sem skaut tólf til bana á föstudag hafði unnið fyrir borgaryfirvöld um árabil. Maðurinn skaut fyrst mann í kyrrstæðum bíl fyrir utan bygginguna áður en hann hélt að byggingunni þar sem hann hóf skothríð þegar vinnudagurinn var að líða undir lok. CNN greinir frá. Maðurinn notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í byssunni verður ekki eins hávær og afskræmir hljóðið úr skotvopninu.Sjá einnig: Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Virginia var maðurinn ósáttur í vinnu en ekki er vitað hvað olli því að hann ákvað að myrða samstarfsfólk sitt á svo hrottafenginn hátt. Samstarfsfólk hans segist ekki getað hafa séð þetta fyrir. „Ég held að stóra spurningin sé hvers vegna? Við viljum vita það líka,“ sagði borgarstjórinn Bobby Dyer um málið. Joseph Scott var einn þeirra sem hafði unnið með árásarmanninum í nokkur ár og hafði hitt hann fyrr um morguninn. Þeir höfðu rekist á hvorn annan inni á baðherbergi þar sem árásarmaðurinn byrjaði alla morgna á því að bursta í sér tennurnar. „Ég hélt að hann væri góð manneskja,“ sagði Scott en árásarmaðurinn hafði boðið honum góðan dag áður en leiðir þeirra skildu. Þeir tólf sem létust í árásinni voru ýmist borgarstarfsmenn eða fólk í erindagjörðum í húsinu. Þá slösuðust fleiri í árásinni og eru þrír enn í lífshættu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45