Söng í gegnum sársaukann eftir endajaxlatöku Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, losaði sig við endajaxlana en það kostaði sitt. Fréttablaðið/Ernir „Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
„Nú hef ég tíma til að vera rólegur og stilltur,“ segir rokksöngvarinn Stefán Jakobsson, kenndur við Dimmu, sem sýndi um helgina að hið forkveðna „the show must go on“ lifir enn í rokkinu. Stefán söng sig í gegnum sársaukann á þrennum tónleikum eftir að hafa farið í endajaxlatöku á mánudag og togna síðan í kjálkanum í kjölfarið. „Síðastliðinn mánudag var ég búinn að vera að drepast í viku og hélt ég væri með eyrnabólgu. En fattaði svo hvað væri í gangi þegar einkennin breyttust og bólgan fór að síga. Þá hringdi ég í frænda minn sem er tannlæknir og hann græjaði þetta fyrir mig,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir að hann hafi verið nokkuð góður fyrri part vikunnar eftir jaxlatökuna en allt hafi farið í baklás á fimmtudagskvöld. „Ég er auðvitað svo mikill bjáni og var ekki að fara eftir öllum fyrirmælum læknisins varðandi hvað má og má ekki borða. Maður má helst ekki vera að nota þessa vöðva og á íþróttamáli þá bara tognaði ég. Vöðvafestur í kjálkabeininu festust og á föstudagsmorgun gat ég ekki opnað munninn nógu mikið til að ég kæmi litla putta inn í munninn.“ Þá voru góð ráð dýr enda tvennir tónleikar fram undan á föstudag hjá Dimmu og svo sjómannadagsgigg á Ólafsfirði á laugardag og söngvarinn með læstan kjálka. „Ég fékk skrifað út eitthvað sterkara en íbúfen og dældi í mig. En á leið á flugvöllinn var ég að því kominn að hringja í strákana og hætta við en lét mig hafa það.“ Það var ekki fyrr en um fjögurleytið að ljóst var að hann gæti sungið og það var fyrir tilviljun að sögn Stefáns. „Það fór fyrst að losna um þegar ég var að fá mér kaffi og lagði kaffibollann að kinninni og fattaði að það væri notalegt og fór að nota hann eins og nuddtæki. Hægt og rólega losnaði aðeins um. Það var þó erfitt að syngja enda rosalega vont að opna munninn. Svo fór að ég söng lögin með aðeins minni framburði og aðeins minni glans. Allar nóturnar komu en það kom kannski ekki allt skrautið með,“ segir Stefán léttur í bragði og feginn að hafa komist í gegnum tónleikana. Hann hefur nú tíma til að jafna sig og passa upp á sig. Rokkarinn ætlar að fara til Parísar á K-popptónleika með dóttur sinni og hlaða batteríin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira