Víetnam talið líklegasta skotmark kínverska hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:00 Xi Jinping hefur lofað því að herinn verði í heimsklassa. Nordicphotos/AFP Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið. Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Eftir mikla og kostnaðarsama hernaðaruppbyggingu og til þess að uppfylla loforð Xi Jinping forseta um að kínverski herinn verði í heimsklassa fyrir árið 2050 er ljóst að kínverski herinn telur sig þurfa á raunverulegri reynslu að halda. Þetta er mat þeirra greinenda sem utanríkismálatímaritið The Diplomat ræddi við í maí. Einn þeirra, Dennis Blasko, bendir á að herforingjar innan kínverska hersins séu sjálfir afar gagnrýnir á hæfni kínverska hersins, komi til raunverulegs stríðs. Bandaríkin hafa aftur á móti verið í hverju stríðinu á fætur öðru og eru þar af leiðandi reynslunni ríkari. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, minnti á þetta í apríl og sagði aukinheldur: „Vitið þið hversu oft Kína hefur farið í stríð frá árinu 1979? Aldrei. Á sama tíma höfum við verið samfellt í stríði.“ Til þess að öðlast nægilega reynslu dugar ekki í huga Kínverja, að mati sérfræðinga, að berjast við Indverja á landamærunum hátt uppi í Himalajafjöllum. Stríð á Kóreuskaga myndi svo einskorðast of mikið við skagann sjálfan. Þess vegna þykir líklegt að sjónir kínverska hersins beinist einna helst að Víetnam. Fyrst ber að nefna söguna. Síðasta stríð Kínverja var gegn Víetnam, árið 1979. Það var háð á landamærum ríkjanna tveggja og lauk með því að Kínverjar drógu sig í hlé og sneru aftur heim. Leiða má líkur að því að kínversk stjórnvöld skammist sín fyrir ósigurinn og telji sig hafa harma að hefna. Til marks um það voru allar minningarathafnir um fjörutíu ára afmæli stríðsins bannaðar í ár, að því er South China Morning Post greindi frá. Að mati viðmælenda The Diplomat þykir einnig auka líkurnar á stríði við Víetnam að Kínverjar eiga í deilum við Víetnam um yfirráð á Suður-Kínahafi. Ríkin deildu til að mynda í maí 2014 um veru kínversks olíuborpalls á svæði sem bæði ríki gera tilkall til. Þá þykir stríð við Víetnam ólíklegt til þess að leiða af sér beina þátttöku Bandaríkjamanna enda eiga Víetnamar ekki í öryggissambandi við Bandaríkin öfugt við til dæmis Japan eða Suður-Kóreu. Þriðja ástæða kínverska hersins fyrir mögulegu stríði við Víetnam er svo sögð sú að Kínverjar væru afskaplega sigurstranglegir. Mun sigurstranglegri en þeir voru árið 1979 áður en svo miklu púðri var varið í uppbyggingu kínverska hersins. „Ef Kínverjar teldu valdbeitingar þörf á svæðinu fyndist þeim ákjósanlegast að fara í stríð við Víetnam þar sem þannig gæti herinn öðlast nauðsynlega reynslu í sjó og í lofti án hættunnar á inngripi Bandaríkjamanna. Ekkert jafngott tækifæri býðst á svæðinu. Þess vegna er þörf á því að fylgjast nánar með sambandi Kína og Víetnam og Suður-Kínahafi í náinni framtíð,“ skrifaði Derek Grossman, varnarmálagreinandi hjá bandarísku hugveitunni RAND, um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Víetnam Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira