Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Nordicphotos/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið. Hingað til hefur ekki litið út fyrir að nokkur annar frambjóðandi nái að skáka Biden og ef fram heldur sem horfir mun hann tryggja sér útnefningu flokksins til forsetaframboðs fyrir kosningar næsta árs. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman mælist Biden með 34,8 prósent. Næstur er Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og næstvinsælastur í síðasta forvali, með 16,4 prósent. Vinsældir Bidens hafa minnkað frá því hann tók kipp í könnunum eftir að hann tilkynnti formlega um framboð. Lítið er þó hægt að lesa í þá þróun enda mátti sjá sams konar tölur hjá öðrum frambjóðendum. Bandarískir stjórnmálaskýrendur hafa misjafna sýn á hvort þetta mikla forskot Bidens muni endast. Þykir sum sé annað hvort líklegt að Biden muni fatast flugið eða að hann muni sigla þessu heim líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016 eftir að hafa leitt í könnunum alla kosningabaráttuna. The Washington Post hélt því fram að svo löngu fyrir kosningar væru kannanir óáreiðanlegar. Til að mynda hafi Joseph Lieberman leitt árið 2003 en ekki komist nærri sigri. Því er haldið fram að kappræðurnar gætu reynst Biden afar erfiðar og stuðlað að því að minnka forskot hans verulega. CNN sagði hins vegar í úttekt sinni fyrr í maí að tölfræðin á bak við fylgi Bidens væri líkari tölfræði þeirra sem leiddu og unnu en þeirra sem leiddu en töpuðu. Lykilatriðið þar er að fylgi Bidens í fyrstu forkosningaríkjunum, Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu, eru í samræmi við fylgið á landsvísu. Þannig gæti hann strax náð góðu forskoti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira