Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Rætt verður um samgöngur og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu á málþinginu sem fram fer í Norræna húsinu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
„Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira