Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. júní 2019 08:45 Rætt verður um samgöngur og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu á málþinginu sem fram fer í Norræna húsinu í dag. Fréttablaðið/Anton Brink „Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Einkabílnum hefur verið forgangsraðað mjög mikið í hönnun og skipulagi byggðar á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Þéttleiki byggðarinnar er líka mjög lítill. Þetta á stóran þátt í að það er mikil áskorun að snúa blaðinu við til að breyta samgönguvenjum. En við verðum að gera það því núverandi þróun er ekki sjálfbær,“ segir Harpa Stefánsdóttir, dósent við skipulagsdeild Umhverfisháskóla Noregs (NMBU). Málþing um samgöngur og skipulag á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Norræna húsinu í dag klukkan 13-17. Þar verður meðal annars fjallað um niðurstöður úr rannsóknarverkefni Hörpu og samstarfsmanna hennar við NMBU og Háskóla Íslands. „Akademían í skipulagsfræðum hér á landi er mjög lítil. Rannsóknin og málþingið er leið til að leggja eitthvað til samfélagsins,“ segir Harpa en hún hefur starfað við NMBU í Noregi frá 2010. Rannsóknin sem kynnt verður á málþinginu byggir á norsku rannsóknarverkefni um Ósló og Stavanger sem nýlega er lokið. Bæði verkefnin fara inn á hvernig staðsetning búsetu hefur áhrif á ferðavenjur fólks og hvert það fer. „Þetta tengist ýmsu í hinu daglega lífi og því sem liggur að baki þeim ákvörðunum sem fólk tekur,“ segir Harpa. „Norska verkefnið var mjög viðamikið og hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Noregs. Fljótlega eftir að vinnan við það hófst fór ég að leita leiða til að gera sömu rannsókn á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að efla til muna rannsóknir sem tengjast borgarskipulagi hérlendis þótt íslenska tilviksrannsóknin hafi úr litlu fé að moða miðað við þá norsku. Það takmarkar okkur auðvitað heilmikið.“ Norsku rannsókninni er nú lokið en í tengslum við hana hafa nú þegar verið birtar í alþjóðlegum tímaritum þrettán ritrýndar greinar. Vinna við rannsóknina á höfuðborgarsvæðinu, sem byggði meðal annars á könnun úr tíu þúsund manna úrtaki, er nú langt komin. Það sem er sérstakt við nálgunina í þessum rannsóknum eru viðtöl við fólk þar sem leitað er að orsakasamhengi, hvað það er sem liggur að baki vali á áfangastöðum og ferðavenjum. „Við er búin að safna mjög miklu af gögnum og getum vonandi unnið meira úr þeim síðar. Til dæmis um hreyfingu og notkun grænna svæða, en við erum m.a. að leita að viðmiðum sem tengjast hugmyndafræði um grænar borgir og þéttleika byggðar.“ Á málþinginu verða, eins og áður segir, fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar auk þess sem aðilar úr stjórnsýslu skipulagsmála verða í pallborði. „Notkun einkabílsins er miklu miklu meiri hér en til dæmis í Noregi. Þar kemur ýmislegt til. Meðal annars hefur umhverfið verið mikið til skipulagt miðað við notkun einkabílsins síðustu áratugi. En það er ekki nóg að bara segja fólki að fara að ganga meira, hjóla og taka strætó, það er líka á ábyrgð stjórnvalda og þeirra sem koma að skipulagsmálum að gera það aðlaðandi.“ Harpa segir að í heildina séu áhrif byggðamynstursins á ferðavenjur svipaðar og í Noregi. „En við erum líka að skoða hvað liggur að baki þeim. Hér fara ótrúlega margir ferða sinna á bíl og sumir meira að segja alltaf á bíl, þótt um örstutta vegalengd sé að ræða. Hér spilar upplifun á umhverfinu inn í.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira