Dæmdur fyrir að gefa heimilislausum manni kex fyllt tannkremi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:06 Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet. Youtube YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn. Spánn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn.
Spánn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent