Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Elíza Lífdís Óskarsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur. mynd/Elíza Lífdís „Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
„Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira