Viðbrögð varamanna Liverpool í leikslok í Madrid sýndu hvað Klopp hefur búið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 16:00 Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster fagna með bikarinn en þeir fengu ekkert að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Harriet Lander Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira