Viðbrögð varamanna Liverpool í leikslok í Madrid sýndu hvað Klopp hefur búið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 16:00 Alex Oxlade-Chamberlain og Rhian Brewster fagna með bikarinn en þeir fengu ekkert að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. Getty/Harriet Lander Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Allir leikmenn Liverpool geisluðu að gleði í lok úrslitaleiks Meistaradeildarinnar og þá skipti engu máli þótt þeir höfðu ekki spilað í eina sekúndu í leiknum. Þetta vakti sérstaka athygli blaðamanns á Telegraph. Liverpool vann Meistaradeildina á laugardagskvöldið og í leik sem slíkum er erfitt að sætta sig við að dúsa á varamannabekknum og fá jafnvel ekkert að koma við sögu í mögulega stærsta leik ferilsins. Í hlaðvarpsþætti Telegraph voru tekin sérstaklega fyrir viðbrögð alls leikmannahópsins hjá Liverpool liðinu þegar titilinn var í höfn. Aðeins fjórtán þeirra komu við sögu í leiknum, byrjunarliðsmennirnir og varamennirnir Divock Origi, James Milner og Joe Gomez. Jim White á Telegraph tók eins og fleiri vel eftir innilegum og miklum fagnaðarlátum varamanna Liverpool í leikslok. Stór nöfn eins og þeir Dejan Lovren, Adam Lallana, Alex Oxlade-Chamberlain, Xherdan Shaqiri og Daniel Sturridge fengu ekki mínútu í þessum úrslitaleik en fáir voru samt kátari en þeir í leikslok.Telegraph AFC podcast: Jurgen Klopp has transformed Liverpool since his arrival, @jimw1 thinks it's down to the squad mentality he has fostered #LFC Listen to a new episode here: https://t.co/a468h8fyT7pic.twitter.com/GvMQxOJYQI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Jim White er á því að þetta sýni hversu frábæran liðsanda og samkennd Jürgen Klopp hefur tekist að búa til á Anfield. Það er mikil samkeppni um sæti í liðinu og fyrrnefndir leikmenn hafa verið mikið út í kuldanum. Þeir fögnuðu samt í leikslok eins og þeir höfðu sjálfir skorað sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þetta var risastór stund fyrir allt Liverpool liðið og það sást vel í viðbrögðum varamannanna. „Það sem var áhrifamikið í lok leiksins voru viðbrögð leikmannanna sem fengu ekki að spila. Leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain eða Lallana voru að fagna með hinum af miklum ákafa og eldmóði án þess að hafa fengið að sparka einu sinni í boltann í leiknum. Það sýndi mér hvernig hugarfar Klopp hefur tekist að búa til innan liðsins,“ sagði Jim White. „Klopp tók við þessu liði fyrir fjórum árum þar sem eigingirni og meðalmennska var ríkjandi og er nú búinn að gera liðið að Evrópumeisturum,“ sagði Jim White.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira