Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 11:49 Nader bar vitni fyrir ákærudómstóli Rússarannsóknarinnar. AP/C-SPAN Óformlegur ráðgjafi krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem bar vitni í Rússarannsókninni svonefndu hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna vörslu á barnaklámi. Kynferðislegar myndir af börnum fundust í fórum hans þegar hann var fyrst stöðvaður vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. George Nader, sextugur Bandaríkjamaður af líbönskum uppruna, veitti saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um milligöngu hans um fundi á milli nokkurra erlendra ríkja og fulltrúa embættistökunefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vikurnar eftir kosningarsigur hans í nóvember árið 2016. Þegar alríkislögreglumenn stöðvuðu Nader árið 2017 og færðu hann til yfirheyrslna fundust kynferðisleg myndbönd af ungum drengjum á snjallsíma Nader, að sögn New York Times. Hann var þá á leiðinni til Mar-a-Lago, klúbbs Trump á Flórída, til að fagna því að ár var liðið frá embættistöku Trump. AP-fréttastofan segir að dýraklám hafi einnig fundist í fórum Nader. Þá hafi myndskeið sem fundust í síma hans sýnt grófa misnotkun á allt niður í þriggja ára gömlum börnum. Nader fékk friðhelgi gegn saksókn að hluta til gegn samvinnu hans við Mueller. Hann var hins vegar handtekinn á flugvelli í New York í gær. Leynd var þá aflétt af ákæru vegna barnakláms á hendur honum. Nader gæti átt allt frá 15 til 40 ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur en hann var einnig ákærður vegna barnakláms í Bandaríkjunum árið 1991. Dómstóll í Tékklandi sakfelldi Nader einnig fyrir að misnota börn og dæmdi í eins árs fangelsi árið 2003. Erik Prince stofnaði umdeilda fyrirtækið Blackwater sem leigði Bandaríkjaher meðal annars málaliða í Írak.Vísir/AFP Sagði arabaríki vilja aðstoða Trump við að ná kjöri Í skýrslu Mueller um rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum var Nader sagður hafa tengsl við valdamenn í Miðausturlöndum og Rússlandi. Hann hafi notað sambönd sín til að koma á fundum á milli þeirra og einstaklinga sem tengdust framboði Trump bæði fyrir og eftir að Trump varð forseti. Nader kom meðal annars á fundi á milli Erik Prince, óformlegum ráðgjafa Trump, Kirill Dmitriev, forstjóra rússnesks fjárfestingasjóðs og náins bandamanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, og Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, á Seychelles-eyjum eftir kosningarnar. Mörgum spurningum um þann fund er enn sagt ósvarað. Nader er einnig hafa sagður hafa sagt Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, að bæði Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu vildu ólm hjálpa föður hans að ná kjöri sem forseti á fundi sem þeir áttu í ágúst árið 2016. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að taka við aðstoð erlendra aðila. Þá er Nader sagður hafa reynt að hafa áhrif á stefnumótun ríkisstjórnar Trump á fyrstu dögum hennar. Þannig hafi hann átt þátt í að fá Hvíta húsið til að taka afstöðu gegn Katar í nágrannaerjum við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri ríki. Sá hann um að greiða Elliot Broidy, öðrum óformlegum ráðgjafa Trump og einn stjórnenda Repúblikanaflokksins, á þriðju milljón dollara, til að sannfæra Trump um að taka upp harða stefnu gegn Katar. Fundaði Nader nokkrum sinnum með Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum nánasta ráðgjafa, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Óformlegur ráðgjafi krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem bar vitni í Rússarannsókninni svonefndu hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna vörslu á barnaklámi. Kynferðislegar myndir af börnum fundust í fórum hans þegar hann var fyrst stöðvaður vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. George Nader, sextugur Bandaríkjamaður af líbönskum uppruna, veitti saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um milligöngu hans um fundi á milli nokkurra erlendra ríkja og fulltrúa embættistökunefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vikurnar eftir kosningarsigur hans í nóvember árið 2016. Þegar alríkislögreglumenn stöðvuðu Nader árið 2017 og færðu hann til yfirheyrslna fundust kynferðisleg myndbönd af ungum drengjum á snjallsíma Nader, að sögn New York Times. Hann var þá á leiðinni til Mar-a-Lago, klúbbs Trump á Flórída, til að fagna því að ár var liðið frá embættistöku Trump. AP-fréttastofan segir að dýraklám hafi einnig fundist í fórum Nader. Þá hafi myndskeið sem fundust í síma hans sýnt grófa misnotkun á allt niður í þriggja ára gömlum börnum. Nader fékk friðhelgi gegn saksókn að hluta til gegn samvinnu hans við Mueller. Hann var hins vegar handtekinn á flugvelli í New York í gær. Leynd var þá aflétt af ákæru vegna barnakláms á hendur honum. Nader gæti átt allt frá 15 til 40 ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur en hann var einnig ákærður vegna barnakláms í Bandaríkjunum árið 1991. Dómstóll í Tékklandi sakfelldi Nader einnig fyrir að misnota börn og dæmdi í eins árs fangelsi árið 2003. Erik Prince stofnaði umdeilda fyrirtækið Blackwater sem leigði Bandaríkjaher meðal annars málaliða í Írak.Vísir/AFP Sagði arabaríki vilja aðstoða Trump við að ná kjöri Í skýrslu Mueller um rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum var Nader sagður hafa tengsl við valdamenn í Miðausturlöndum og Rússlandi. Hann hafi notað sambönd sín til að koma á fundum á milli þeirra og einstaklinga sem tengdust framboði Trump bæði fyrir og eftir að Trump varð forseti. Nader kom meðal annars á fundi á milli Erik Prince, óformlegum ráðgjafa Trump, Kirill Dmitriev, forstjóra rússnesks fjárfestingasjóðs og náins bandamanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, og Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, á Seychelles-eyjum eftir kosningarnar. Mörgum spurningum um þann fund er enn sagt ósvarað. Nader er einnig hafa sagður hafa sagt Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, að bæði Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu vildu ólm hjálpa föður hans að ná kjöri sem forseti á fundi sem þeir áttu í ágúst árið 2016. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að taka við aðstoð erlendra aðila. Þá er Nader sagður hafa reynt að hafa áhrif á stefnumótun ríkisstjórnar Trump á fyrstu dögum hennar. Þannig hafi hann átt þátt í að fá Hvíta húsið til að taka afstöðu gegn Katar í nágrannaerjum við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri ríki. Sá hann um að greiða Elliot Broidy, öðrum óformlegum ráðgjafa Trump og einn stjórnenda Repúblikanaflokksins, á þriðju milljón dollara, til að sannfæra Trump um að taka upp harða stefnu gegn Katar. Fundaði Nader nokkrum sinnum með Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum nánasta ráðgjafa, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31