Björgunarsveitarmanni ekki vikið úr starfi þrátt fyrir nauðgunarkæru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2019 18:48 Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins. Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins.
Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira