Björgunarsveitarmanni ekki vikið úr starfi þrátt fyrir nauðgunarkæru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2019 18:48 Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins. Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins.
Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira