Fjölmennustu mótmæli í Prag eftir fall kommúnismans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:05 Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, er sakaður um fjárdrátt og afsagnar hans krafist. getty/Thierry Monasse Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent