Gróðursetningarathöfn í minningu Gandhi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. júní 2019 15:00 Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, mun gróðursetja tré í Hekluskógum í dag. Mynd/Anton Brink Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Indverska sendiráðið á Íslandi stendur í dag fyrir gróðursetningarathöfn í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Athöfnin er haldin í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Þennan sama dag er alþjóðlegur dagur umhverfisins. Sendiráðinu hérlendis fannst því kjörið að fara upp í Hekluskóga og gróðursetja tré í tilefni dagsins. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, hóf störf hér í ágúst í fyrra, eða fyrir níu mánuðum, og þetta er hans fyrsta sendiráðherrastaða. Fyrir það var hann aðalræðismaður Indlands í Osaka-Kobe í Japan. Changsan viðurkennir að hér sé kalt en það gæti verið verra. „Já, það getur verið mjög kalt úti en það er alltaf mjög hlýtt inni hér á landi,“ svarar Changsan hlæjandi og bætir við: „Já, það er rétt, það getur verið mjög kalt hérna en ekki þannig að það hafi mikil áhrif á lífsins gang.“ Hann segir að rútan sem fer í dag í Hekluskóga sé nánast full og það stefni í góða mætingu. Allt starfsfólk sendiráðsins mætir á viðburðinn. „Mahatma Gandhi fæddist 2. október. Við höfum reynt að standa fyrir ýmsum viðburðum frá því að 149 ár voru liðin frá fæðingu hans í fyrra. Við fengum þessa hugmynd, að grótursetja tré, því að Gandhi var mikill umhverfissinni og okkur fannst kjörið að gera þetta á alþjóðlegum degi umhverfisins.“Sendiherrann T. Armstrong Changsan og sendiherrafrúin Margaret Makimi Varte.Þess má geta að fæðingardagur Gandhi er alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi. „Gandhi er óopinberlega þekktur sem faðir indversku þjóðarinnar og minningu hans er haldið á lofti á um allt Indland. Margt sem hann talaði fyrir á vel við enn þann dag í dag. Þess vegna höfum við tekið margar af hans þekktustu setningum og varpað þeim á vegginn á sendiráðinu þegar farið er að dimma á kvöldin,“ segir Changsan. Indverska sendiráðið býður upp á frítt jóga alla virka daga á milli klukkan 7 og 8 á morgnana og 17.30 og 18.30 á kvöldin. „Það verður haldið upp á alþjóðlega jógadaginn þann 21. júní og boðið upp á jógatíma í stóra sal Ráðhúss Reykjavíkur og eru allir velkomnir þangað,“ segir Changsan og bætir við að það sé vel mætt í daglegu jógatímana á hverjum degi. „Við erum líka með matarhátíð á hverju ári og héldum hátíðlega grænmetisdaga í samstarfi við Vox á Hilton hóteli í enda janúar og byrjun febrúar. Gandhi var einmitt grænmetisæta. Við héldum hátíðina samhliða þjóðhátíðardeginum okkar.“ Gandhi talaði mikið fyrir því að fólk eyddi ekki um efni fram og væri hógvært í neyslu sinni. „Þannig okkur fannst passa mjög vel að gefa aftur til umhverfisins á þennan hátt, með því að planta trjám í minningu hans. Með því erum við að reyna að sporna gegn þeim slæmu áhrifum sem mengun hefur haft á jörðina og reynum að bæta fyrir það sem við mannfólkið höfum tekið,“ segir Changsan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira